nóttin er alltaf ung á óðinsgötunni...

Tuesday, July 26, 2005

smáragötublogg

jæjajæja núna byrjar mar sko með skrifin.humm það er svo margt búið að ske en svo lítið líka þannig.....Einsog maður bjóst við áttum við í stökustu vandræðum að fá trygginguna tilbaka járnfrúin ætlaði að svíkja okkur, sem betur fer missti ég stjórn á skapi mínu og öskraði á hana mörgum sinnum í símann, og á endanum brotnaði hún niður og við fengum peningana okkur húrra húrra húrra,hef aldrei verið eins stolt af sjálfum mér og aldrei eins skemmtilegt en að rífast við kellingu sem á það svo mikið skilið.
svo erum við líka búnar að vera áhorfendur eiturlyfjaviðskipta fyrir framan húsið okkar,í þessu rólega fjöslkylduhverfi, sátum við á svölunum í kvöldsólinni,þegar við sjáum tvo gaura heilsast svona "ghetto" lega og við sjáum peningaskiptin í öllum þessum handshake töktum. seinna um kvöldið hræddi arna mig með því og spurði "laufey,helduru nokkuð að þeir snúi við og drepi okkur"?
"its an old fashion karma comin round" willie nelson lag sem er einmitt í uppáhaldi nuna hjá mér og örnu eftir að Ég braut næstum því á mér löppina eina helgina og svo helgina eftir það, sparkaði Arna í áldós,með þeim afleiðingum að hún datt aftur fyrir sig og brákaðist á hendinni, já Arna hefði átt að hlæja meira af mér!
laufey

0 Comments:

Post a Comment

<< Home