nóttin er alltaf ung á óðinsgötunni...

Thursday, May 19, 2005

Gaman á Óðinsgötu

Já helgin segiru Maggi, hún var bara fín. Eftir þriggja vikna pásu var komin tími á alvöru fyllerí. Á föstudaginn var fámennt en góðmennt á Óðinsgötunni svo var haldið í afmæli til Evu Kaaber og Gunna. Það var fínt, fólk í stuði og þar fékk að heyra í fyrsta skipti andvarpið ógurlega... Fannst það semt ekki það merkilegt, þarf að hlusta á það í góðu tómi segir Eva, ég geri það örugglega. Svo var bara farið í bæinn, á sirkús náttúrulega, hvað annað, og svo bara, já það er nú það vaknaði slatti af fólki á Óðinsgötunni og engin var engu nær um restar kvöldsins. það voru þó ummerki þess að eitthvað spjall hafi átt sér stað inn í eldhúsi, glös á borðum og jakkar á stólum og svona en eins og gengur og gerist þá man engin neitt. Ég Lubba og Elvar stungum upp á því að fara á kojufyllerý á laugardaginn, þar sem allt myndi hvort sem er loka svo snemma. Þetta kojufyllerý breyttist svo bara í skemmtilegasta partý sem ég hef farið í lengi. Þakka bandbrjáluðu kellingarálkunni sem býr á móti okkur kærlega fyrir innleggið, kom skemmtilega á óvart og hristi upp í fólki. En semsagt þegar líða tók á kvöldið var fólk orðið ansi hresst, kannski er það að þakka carbombinu hans Elvars, maður veit ekki. Það var dansað og sungið og svo framvegis. Það var svo ákveðið að fara upp í klink og bank og Laufey klæddi Elvar í föt af sér þannig hann leit út eins og 14 ára boytoy á spítti. Við öll liðum um dansgólfið sem í draumi þar til mér og Laufey skrikaði fótur og ég datt ofan á hana og hún skallaði gólfið, ég man bara eftir rugluðu hræðsluaugnaráði ***"ég held ég hafi rotast"***... Svo fann ég gamlan bekkjarfélaga og bauð honum í eftirpatý sem var haldið sérstaklega til heiðurs brjáluðu kellingunni, nema hvað hann pikkaði upp 2 ógeðslega lúða Ameríkana, af vellinum held ég, sem voru sko heppnir eða þannig, litu út eins og vanþroskuð fóstur annað aðeins ljótara en hitt og hitt aðeins feitara. Ojbarasta, eftir að hafa hundsað þá í nokkurn tíma létu þeir sig hverfa. Á sunnudaginn kíktum ég Laufey og Elvar í bíó, á gargandi snilld, hún var bara ansi skemmtileg. Við ákváðum svo að kíkja aðeins á barinn, en vorum samt aðeins sein fyrir sem orsakaði röð andskotans og ég þakka fyrir að ég var ekki í glasi þarna því þá væri ég örugglega lurkum lamin, eða í gæsluvarðhaldi fyrir líkamsárás. "Ef þið meikið þetta ekki fariði þá bara eitthvað annað" -smeðjulegt glott....- " já já farð þú bara í GÖRN!!!!
Jæja er farin að horfa á júróvisíon. Áfram Selma hirðfífl.
Bless í bili Arna Björg

0 Comments:

Post a Comment

<< Home