nóttin er alltaf ung á óðinsgötunni...

Thursday, July 14, 2005

jæja þá

úff það er svo langt síðan að maður skrifaði síðast að það er ekki fræðilegur að maður geti sagt frá öllu... En já ég og Lubban erum semsé fluttar úr hreysinu og komnar í risíbúð í heldri manna hverfi þar sem nágrannar hengja upp þvott hvors annars og hlæja saman, ekkert jógúrtdrullumall frá bitrum mæðrum. Þetta er mjög upplífgandi umhverfi verð ég að segja. Já já það hafa verið nokkur partý og svona en allt á rólegu nótunum samt, svo er maður farin að elda klúbbsamlokur hægri vinstri og pönnukökur og ég veit ekki hvað og hvað, það er munur að hafa glugga í eldhúsinu nefnilega. vá hvað þetta er þurrt og leiðinlegt maður, en allavegana Abba og Lubba eru hressar á Smáragötunni... Verð að komast í æfingu aftur og reyna að skrifa eitthvað meira. Þangað til seinna Arna Björg.
P.s Allir eru komnir heim úr víking og það er reunion partý á morgun!!!! Eftir það hefur maður örugglega sögur að segja... ojbarasta verð að hætta!

1 Comments:

At 2:06 PM, Blogger Jonina de la Rosa said...

áfram áfram áfram vúhúúúú og ég sem héllt að þetta væri dautt ....húrra húrra húrra fyrir upprisu Örnu

 

Post a Comment

<< Home