nóttin er alltaf ung á óðinsgötunni...

Wednesday, September 07, 2005

Pissudúkka

Ég fór og sótti mömmu í vinnuna áðan sem er nú ekki frásögu færandi nema hvað að við skólann er verið að búa til gangbraut og þar var maður, sirka um þrítugt að störfum. Ég sá að þetta var svona hress gaur með heyrnatól og syngjandi með, sá hann líka í stuði í gær, en anyways, klukkan er 4 og allir litlu krakkarnir í gæslunni að fara heim til sín. Í bakaleiðinni sé ég hvar hressi gaurinn er búin að girða niðrum sig og er að míga utan í skólann, og það er ekkert verið að skýla sér neitt, bara látið vaða í allra augsýn... Ég hef nú aldrei verið á móti því að fólki pissi úti, en mér fannst þetta svoldið steikt að pissa utan í grunnskóla, út á bílastæði, þegar allir eru að fara heim, sérstaklega þegar það er sundlaug hinu megin við götuna þar sem þú getur pissað og kúkað og gert hvað sem þig listir inná klósetti. Ég hefði átt að taka mynd af þessu og tala við Breka á Hér og nú og athuga hvort hann gæti ekki búið til einhverja druslufrétt og birt þetta í blaðinu. Þessi gaur hefði pottþétt fýlað það bara, djöfulsins sprellarafífl. Annars er ekkert meira að gerast í augnablikinu. Ég og Lubba búum ekki lengur saman og skólinn er byrjaður á fullu, ekki inn í hausnum á mér samt, en það tekur hvort eð er enginn tillit til þess, þannig það þýðir víst lítið að tala um það...
Arna Björg

0 Comments:

Post a Comment

<< Home