nóttin er alltaf ung á óðinsgötunni...

Wednesday, January 11, 2006

HELSINKISBLOGG

Jæja loksins hitti maður lubbuna. Átti að gerast í gær klukkan 4 hjá kirkjunni en við viltums báðar og ég ráfaði um miðborg Helsinkis í 2 tíma og fann allt nema þessa Risakirkju samt ekki bara mín sök því fólk benti mér að fara í allar áttir ég held að fólk hafi bara bent út í loftið en jæja ég fór semsagt bara ein heim í íbúðina mína sem er svoldið eins og fangaklefi. Ég sofnaði ein og vaknaði ein en það er víst von á herbegisfélaga þá og þegar. Ég fór svo í skólann í dag. Fékk náttúrulega vitlaust heimilisfang og þurfti að taka einhvern strætó uppí rassgat og mætti í seinna laginu og svona en þetta er rosa fínn skóli, hitti alla kennarana og drakk með þeim kaffi, svo byrjar bara kennsla á morgun. En alltaf sakanaði maður lubbunnar... Svo fór ég að kaupa mér úlpu og hvað veit ég nema að lubban er mætt í skóbúð við hliðina á HM fokking skrítið, allavegana við hittumst þar og erum á leiðinni á jazzklúbb núna. En já maður er búin að kynnast fólki hérna, ég þurfti að gista fyrstu nóttina mína á gólfi hjá 2 pólskum stelpum sem búa við hliðina á mér, þær voru mjög skemmtilegar, annað en gaurinn sem sótti mig útá flugvöll. Pottþéttur erkilúði sem reynir að afla sér vinsælda meðal skiptinema, ekta þannig gaur! En hann um það. það kannast allir við svona gaura. Það er samt party hérna í húsinu hennar Lubbu á föstudaginn þá fær maður að kynnast öllum skiptinemunum og svona það verður spennandi. EN by the way þá sá ég Jackie Chan á Kastrup og hann var sofandi ég tvítékkaði til að vera viss en þetta var pottþétt hann. Svo er hérna gella frá Minnesota sem talar alveg eins og Hanna þegar Hanna tekur útlendinginn... EN lubban hefur meira að segja. Þar til síðar bæjó
Arna Björg

0 Comments:

Post a Comment

<< Home