nóttin er alltaf ung á óðinsgötunni...

Wednesday, December 14, 2005

settu nafnið þitt í kommentakerfið og....

1. Ég segi þér eitthvað handahófskennt um þig.
2. Ég segi þér hvaða lag/mynd minnir mig á þig.
3. Ég segi þér hvaða bragð minnir mig á þig.
4. Ég segi þér fyrstu ljósu minninguna mína af þér.
5. Ég segi þér á hvaða dýr þú minnir mig á.
6. Ég spyr þig að einhverju sem ég hef velt lengi fyrir mér um þig.
7. Ef þú lest þetta verðuru að setja þetta á bloggið þitt!

22 Comments:

At 5:35 AM, Anonymous Anonymous said...

ég fyrst....dóra

 
At 6:28 AM, Blogger Lovísa said...

svo ég...

 
At 9:56 AM, Blogger Bobby Breidholt said...

Ég er hinn þriðji!

 
At 10:16 AM, Anonymous Anonymous said...

Um lovísu...
Lovísa var hardcore prakkari á yngri árum.
Lagið...Donna moe´s blues!!
Bragðið...Vanilla með dash af stellu McCartney.
Fyrsta minning... hjólandi uppí húsahverfi með Petru að kaupa ís.
Dýr... hmm veit ekki??
Alltaf langað að vita... Ertu gay eða??? Djók

 
At 10:23 AM, Anonymous Anonymous said...

Um Bjössa
Býr í notalegustu íbúð í heiminum!
Lagið... Shit það er nú það, kannski bara oh yoko útaf skemmtilegum endaspretti á Óðinsgötunni
Bragðið...Bjór bara uppá síðkastið verð ég að segja
Fyrsta minning...Margar úr borgargörðunum, kannski helst dramað í kringum þegar þú lést Axel verkstjóra fá það óþvegið!
Alltaf langað að vita...hvernig hefuru tíma til að gera allt sem þú gerir??? jeeezz

 
At 11:12 AM, Anonymous Anonymous said...

um Dóru
1. "ohhhhhhhh djöfull er allt glaaaatað"
2. chemical world með blur, að því ég man eftir því að ég horfði furðu lostin á systur mina öskrandi "HANN ER SVO SÆTUR AAAAAAHHHHHH" grenjandi og í spassaköstum þegar myndbandið var sýnt
3.lakkrísbragð
4.þegar ég sat í baðkarinu og þú hótandi mér öllu illu og endaði sagan þannig að þú misstir lykilinn út um gluggan og löggan þurtfti að koma og opna baðherbergis hurðina og ég grenjandi yfir því að systir mín þurfti að dúsa í fangelsi
5. kisa
6. hvað gerist í rauninni þegar maður eignast barn?

 
At 1:10 PM, Anonymous Anonymous said...

hahahaha ég grenja af hlátri...já hvað gerist, it's for me to know and you to find out!!! systir þín fanginn

 
At 1:31 PM, Anonymous Anonymous said...

nú ég Laufey...nú ég...

 
At 2:34 PM, Anonymous Anonymous said...

eggert:
1.karlmennskan uppmáluð,sveittur í hokkíbúning eftir góðan leik ;)
2. hello með lionel ritchie
3. frískandi karlmannslykt
4. aldrei verið söm síðan
5. hungrað ljón á veiðum
6. hvað ertu eiginlega að gera með dóru?

 
At 2:37 PM, Anonymous Anonymous said...

gerid mig

 
At 2:55 AM, Anonymous Anonymous said...

eeee...hvað átti nr. 4 að þýða?

 
At 3:06 AM, Anonymous Anonymous said...

ok ég skal segja þér svarið nr. 6. Þú færð viðbjóðslegustu verki sem eru til og þú missir stjórn á öndun...verkirnir eru slæmir í byrjun og versna bara, þetta getur tekið 5-30 klst., þú þarft að þrýsta risastórum klumpi út um klobbann á þér sem rifnar oft í leiðinni, oft rifna konur upp í rassinn, það er ekki gott, sumar konur geta ekki setið í mánuð á eftir, sumar konur geta ekki haldið þvagi né saur í einhvern tíma á eftir, sumar konur eru búnar að rembast og rembast í 2-4 klst. að reyna að þrýsta barninu út en þá er endað á keisara og barnið rifið út, þú verður aum í skurðinum í einhverjar vikur á eftir, jafnvel mánuði, sumir fá sýkingu í skurðinn og það er ekki gott. Eftir eðlilega fæðingu þá ertu saumuð að neðan, með nál...og oft finna konur fyrir því þegar nálin og "tvinninn" eru dregin í gegnum húðina...Já svo gleymdi ég að segja að allar konur kúka um leið og þær rembast að koma barninu út, því auðvitað er heilt barn á leiðinni út og pressar algerlega ristilinn saman sem tæmir hann...þetta þora fáar konur að viðurkenna þó svo að það gerist í hvert skipti...eftir allt þetta færðu svo lítið krútt, er þetta að svara spurningu þinni laufey?

 
At 6:17 AM, Anonymous Anonymous said...

um petru:
1. tískugyðja
2. we are family með sister sledge
3. ilmvatnsbragð
4. petra rauðhærð með drengjakoll í stígvélum og nagandi ermina á fjólubláupeysunni sinni
5. ljónynja ekki spurning
6. af hverju ertu single!!?

 
At 7:03 AM, Anonymous Anonymous said...

Takk fyrir mig..
ekki það að ég skilji nokkuð í þessu..

 
At 8:22 AM, Blogger Lovísa said...

úfffff barneignir úffffffff
áaaaii!!!!

 
At 5:31 PM, Anonymous Anonymous said...

hmmm...má ég vera með? af því að ég er fastagestur á fáritaðri bloggsíðu ykkar
og hvað er svo málið með þessar barneignir....það er eins og hver kona skrifi undir lygasamninginn mikla uppi á fæðingadeild, að segja aldrei neinni konu hversu vont í raun þetta er.......
en jæja. hættum að ljúga og segjum sannleikann..rosa vont, ekki vont gott, bara vont.... en munið bara, það sem kemst inn kemst út, svo þá er bara málið að æfa sig á eggaldininu....

 
At 3:18 PM, Anonymous Anonymous said...

Um Petru.
1.Ekki reyna að tala við Petru þegar hún er að horfa á sjónvarpið...
2.Breath and stop með Q-tip, minnir mig alltaf á Petru dansandi heima hjá Sússu á gamlárskvöld 2002
3.Eitthvað frískandi
4.Það er Fjölnisgalli og stígvél, svo þegar hún sannfærði mig að Damon væri sætari en Liam, dró mig heim með sér úr frímínútum og sýndi mér myndina aftan á "the great escape"...
5.Já eitthvað áberandi nautnadýr...
6.Ég held að ég hafi bara spurt um allt sem mig hefur langað að vita.

 
At 3:24 PM, Anonymous Anonymous said...

Um Björgu.
1.Tja ég veit ekki mikið, en ég veit að hún kann að baka góðar kökur...
2."Pass this on" með Knife af því þegar Eva var að spila það á óðinsgötunni þá spurði ég hvað þetta væri og þá sagðist hún hafa fengið diskinn hjá Björgu...
3.hmm ég er ekki með neitt bragð...
4.ég man eftir að hafa drukkið bjór á Vegas með Björgu eftir misheppnaða píku útileguhelgi ég reyndar fór snemma og missti af brjóstamjólkur sessioninu...
5.Dýr, kannski Ugla bara útaf einni mynd sem er á partýblöðrunni...
6.Ég hef pælt í því hvort þú og Sússa hafi verið vinir á Suðureyri...

 
At 7:51 PM, Blogger Jonina de la Rosa said...

núna ég núna ég... ekki gleyma mér..!!!!

 
At 3:23 PM, Anonymous Anonymous said...

já..ég held að við höfum alveg náð ágætlega saman og verið í sama liði í flestum bardögunum.... en ég varð samt mjög abbó þegar hún og Iðunn léku sér saman eitt kvöldið. fannst ég vera útundan í stað þess að slást bara í för...glataaað

 
At 9:18 AM, Anonymous Anonymous said...

um jónínu:
1. jónína var algjör villingur á unglingsárunum
2. eitthvað maus lag
3. súkkulaðibragð ummmmmm
4. kjóllin sem hun saumaði úr gardínum þegar við vorum 15 ára
5. bangsi
6. hver er uppskriftin að þessum gómsæta rétti sem var í ammælinu þínu???

 
At 6:57 PM, Blogger Jonina de la Rosa said...

sko petra gaf mér uppskriftina... ertu ekki að meina sallatið sem er með allar bragðtegundir í heimi... ummm nammm namm

sko:
sallat poki
ananasbitar
grænar ólífur
rifinn kjúlli
camenbert ostur
hnetur
vínber
steikt beikon
tortelini pasta m/osti

sósan er:
sýrður rjómi
ananas safin
pínulítið karrý... bara pínu

correct me if i'm wrong petra..!!

 

Post a Comment

<< Home