nóttin er alltaf ung á óðinsgötunni...

Thursday, January 12, 2006

Moskva bar Eirikskatu!!

Jebb enginn jazzklúbbur í gær, við nenntum ekki að villast enn einu sinni í þessu völundarhúsi sem miðbær Helsinkis er... Anyway við fórum samt út að reyna að finna eitthvað til að gera og drekka bjórinn sem við ætluðum að drekka saman á flugvellinum. Eftir mikla leit þá römbuðum við á Moskva bar sem Elvar var búin að mæla með. Barinn lítur út eins og íbúð eldri konu í Rússlandi á stríðsárunum. Þar eru spilaðar gamlar rússneskar vínylplötur og aðeins ein tegund af bjór í boði og óteljandi tegundir af sterku víni. Við löbbuðum þarna inn og fengum okkur sæti við hliðina á finnskum mönnum, og fórumm að rabba við þá kom uppúr krafsinu að annar er efnafræðingur sem þráir ekkert heitar en að vera á sviði sem konsertmeistari finnsku sinfóníuhljósveitarinnar sem píanisti, samtalið var komið á trúnóstig þegar hann var farinn að efast um eigin hæfileika og stöðu sína í lífinu. Við vorum að reyna að hressa hann við segja honum að ef hann væri píanisti væri hann nú ekki á Moskva bara að drekka bjór á miðvikudegi... Hinn var í engum skóm, og sagðist vera ljóðskáld og fékk e-mailin hjá okkur og ætlar að senda okkur ljóð sem hann ætlar að semja handa okkur... Við vissum að barnum hefði verið gefinn Megas plata og við fengum að leita í rekkanum af því finnsku gæjarnir voru spenntir að heyra í honum. En platan fannst ekki. ANNNyway þetta voru rosa skemmtilegar samræður og hressir gæjar, efnafræðingurinn fór á barinn og kom til baka með staup handa öllum, svo var skálað og við skelltum þessu í okkur en Finnarnir horfðu furðulostnir á okkur þetta var víst einhver finnskur eðal jóla snaps sem á að sötra á. En við vissum ekki betur, skot er bara skot. Svo er bara spjallað og ABSINTH og Rússland kemur inn í umræðuna þá stendur efnafræðingurinn aftur á fætur og fer á barinn og kemur til baka með Absinth staup, Lubban skellti þessu í sig en ég sat hjá af því fyrsti skóladagurinn var daginn eftir, ekki góður tími til að fitla við Absinthið. Fljótlega eftir fórum við heim að sofa bara. En við ætlum að kíkja aftur á Moskvabar það er víst stappað þarna um helgar. Annars er Helsinki bara frábær staður og fólkið hérna mjög almennilegt annað en maður var búin að heyra fyrirfram. Þannig við mælum með þessu fyrir alla!!!
Arna og laufey

5 Comments:

At 7:21 PM, Blogger Jonina de la Rosa said...

ohhh þetta er svo spennandi hjá ykkur að ég er að springa úr spenningi..... aldrei gleyma að blogga það er eins og að gleyma að fæða dýr!!

 
At 2:22 AM, Blogger Laufey said...

hvað gerist ef maður gleymir að fæða dýr??
laufey

 
At 4:07 AM, Blogger Lovísa said...

þau fara að væla og gráta... horast upp, og geta jafnvel dáið. Og þá er þetta orðið slæmt!

Hey var Moskva bar eins og þið ímynduðu ykkur frá lýsingum Elvars? Verður þetta ykkar bar?

 
At 7:56 AM, Blogger Laufey said...

nja ég veiiit ekki. þetta er nu fyrsti barinn sem við erum eiginlega bunar að fara á,en þetta lofar góðu sko.mar veit samt ekki hveeeeer veit um svooona hluti ha ha ha ha?

 
At 2:08 PM, Anonymous Anonymous said...

ha ha ha ha ha!

 

Post a Comment

<< Home