Pirringur í gangi
já þá er herbergisfélaginn loks mættur 23 ára stelpa frá Madríð eins og þeir segja víst, heitir María og er létt sem fjöður og er að vinna að lokaverkefninu sínu og drekkur ekki... Gaman gaman allavegana svona first impression þá er ekki mikið stuð í henni, ég kom heim úr skólanum í dag kl. 5 og var svona að reyna að tjatta eitthvað við hana, en um leið og ég hætti að spurja spurninga þá bara dauðaþögn. Þannig ég gafst bara upp og gaf henni frið til að spjalla við kærastann á Skype og setti á mig heyrnatól og horfði á wonder boys djöfull er það góð mynd by the way. En vá hvað ég meika ekki svona dæmi, að hún sé extra metnaðarfull stelpa sem vill bara hafa næði til að læra... ég vil ekki bögga hana með tónlist eða neinu shit. Svo þarf hún víst aldrei að mæta í skólann á morgnana, þannig ég þarf að vakna og tipla á tánum við að gera mig tilbúna í skólann, í myrkri þar að auki því það er einungis eitt ljós í þessu herbergi, sem er svona spítala neon ógeð og vekur alla. 'Eg fór með henni og vinum hennar, 1 spánverja 1 frakka og einni frá þýskalandi út í gær, kíktum á kaffihús og svo á barfly, ég er loksins búin að fatta þetta system hérna hjá nemunum, þeir fara ekki á bari nema það sé happy hour og bjórinn kosti undir 2 evrum, sem gerir það að verkum að staðurinn er pakkaður af skiptinemum að þamba í sig bjórinn eins og síld í tunnu. Og allir að keppast um að mingla eins mikið og þeir geta, en hafa í raun ekki áhuga á neinu sem neinn segir, vilja bara ekki vera sorglega manneskjan sem situr ein út í horni með engan til að tala við. Ég hef líka komist að því að þessir skiptinemar hér halda sig svoldið mikið útaf fyrir sig, fara bara á svona happy hour klúbba og heimaparty, eru ekki mikið að reyna að finna neitt annað. Ég kís frekar rólegheitin á litlu börunum... En svona er þetta víst. ANNyway semsagt það eina sem þessir krakkar töluðu um var fyllerí og hvað þessi og þessi drakk mikið í seinasta partýi, og svo framvegis. Einnig var verið að baktala ansi marga, það er víst eitthvað voða drama í gangi hérna á þessum krökkum, en ég er að vona að þetta hafi bara verið eitthvað tilfallandi dæmi, því þessir krakkar virðast mjög næs og allt það. Ætla greinilega að vera ekkert að tvínóna með "Crazy háskólaárin" sem er náttúrulega bara allt gott og blessað. Æ fokk it ég er bara ógeðslega pirruð að hafa ekki sérherbergi!!!! Ekkert privacy, "hey er þér sama hvort ég hlusti á tónlist??" "Má ég kveikja ljósið??" "Má ég kíkja aðeins á internetið??"
NIGGA PLÍS...
4 Comments:
Ohhh!!! bögg maður.
vertu sterk, vertu sterk.
þetta var arna.ÞEKKIRU EKKI ÞÍNA EIGIN SYSTIR!!laufey
http://mbl.is/mm/frettir/erlent/frett.html?nid=1180115
passið ykkur!
aumyngja arna..tad er ofsa heitt hja mer og eg er med mitt eigid herbergi...HAHA!
Post a Comment
<< Home