Halló!! Ertu lifandi???
já ég held að það sé deginum ljósara að herbergisfélaginn minn er mesti fýlupúki alheimsins það er engu lagi líkt hvað manneskjan er fokking dull. Ég og Laufey erum hérna í "íbúðinni" minni að spjalla og drekka einhvern viðbjóð, en hún liggur í fósturstellingu undir teppi með headphones að horfa á video, hún sagði heldur ekki neitt í morgun eða í dag eða í gær... Þegar ég er hérna ein með henni líður mér eins og ég sé á hæli fyrir daufblinda eða þroskahefta einstaklinga, hvað getur maður gert til að hrista upp í stelpunni... Borgað fyrir kærastann hennar til að koma hingað. Ég meina ef það er svona hundleiðinlegt hérna drullaðu þér þá heim og hættu að smita þessari fýlu á alla. Ohhhh en jæja ég er pottþétt kominn með eitthvað bad karma dæmi fyrir að tala svona en hey, svona er þetta bara, hún þolir mig öruuglega ekki heldur, kannski ef ég væri Spánverji frá Madríd sem drekkur ekki værum við perluvinir?? Maður spyr sig en allavegana þá er party hérna í blokkinni eftir smá og þá losnar maður héðan og hittir kannski fólk sem talar eða brosir eða kannski bara lifir!! Svo á morgun er kínverki sambýlingurinn hennar Laufeyjar búin að bjóða okkur að halda uppá kínversku árámótin með henni. Hún ætlar að elda og eitthvað skemmtilegt. Hún ætlar líka að kenna okkur að búa til núðlur. Svo á víst að slá heimsmetið í koddaslag hérna á torginu á næstunni, maður á bara að mæta með kodda niðrá torg og berja fólk, við mætum, Laufey ætlar að hafa appelsínur í sínum kodda... En jæja ekki meir að segja bæjó
Arna Björg
1 Comments:
úff þetta er bara vandamál með þessa elsku stelpu, hvað er hægt að gera? Það þarf kanski aðeins að hrissta hana, taka aðeins í hana og athuga hvort hún sé á lífi.
Það eru greinilega deadbeat útum allt, ha Arna..
en fyrr má nú vera..
Post a Comment
<< Home