nóttin er alltaf ung á óðinsgötunni...

Monday, February 06, 2006

Tékkað á Kallio

Halló halló... Við hittum loksins myspace vinkonu hennar Laufeyjar á laugardaginn, Við hittum hana á lestarstöðinni og hún fór svo með okkur til Kallio sem er gamalt verkamannahverfi hérna í Helsinki, það er víst aðalstuðið þar um helgar... En já við kíktum þarna á einn bar og hún kynnti okkur fyrir kærastanum sínum og bestu vinkonu og kærasta hennar, svo hittum við líka tvo aðra vini hennar, annar var eldri maður um kannski fimmtugt, prófessor í eiturefnafræði og háskólakennari, rosa skemmtilegur og hress kall, hann bauð okkur að koma með sér á ísfisksveiðar, en hann fer 2 í viku og tékkar á netunum sem hann er búin að koma fyrir undir ísnum, allavegana það fyrsta sem hann sagði við okkur var "ahhh you´re from Iceland, I´ve yet to meat a shithead from Iceland..." Svo var þarna annar maður sem hafði komið í dansskónum sínum eins og hann sagði þannig að það var ákveðið að fara í miðbæinn á svona underground stað sem heitir turkoosi sem þýðir Tyrkland, allavegna staðurinn lítur út eins og lítil pizzería en niðrí í kjallara er spiluð svona gamaldags danstónlist og fólk dansar og twistar, Dj-arnir spila bara vinyl plötur og eiturefnafræðingurinn sagði Laufey alla sólarsöguna með þá tvo, þeir taka víst starfið sitt rosa alvarlega og það er illa liðið ef fólk biður um óskalag... Allavegana þetta er það sem við erum að leita af hérna, einhverjir svona litlir underground staðir þar sem maður hittir skemmtilegt og áhugavert fólk... Þannig við erum rosa ánægðar að hafa kynnst þessu fólki og vonandi hittum við þau aftur, þau eiga víst eftir að sýna okkur meira... En þannig laugardagurinn var frábær, Laufey lenti samt í smá stimpingum í lestinni þegar einhver svona fullur dýraverndunarfanatík fór að böggast yfir pelsinum hennar, það var búið að segja við Laufey að segja að pelsinn væri fake ef einvher myndi spyrja, því það er víst mikið um svona dýraverndunarsinna hérna, allavegana Laufey sagði að pelsinn væri fake, en maðurinn lét ekki segjast og pikkaði í jakkan þannig að hann fékk smá skinnbút sem hann stakk uppí sig og smakkaði á svo segir hann NEI þetta er ekki fake!! og fer svo að lykta af pelsinum og segir svo að þetta sé kanínupels, ég bjóst næst við að hann myndi hrækja á Laufey eða eitthvað en hann lét þetta duga og fór í burtu sem betur fer... Svo erum við líka búnar að kynnast ansi steiktum gaurum hérna sem koma frá bæ sem heitir Pori og það eru margar sögurnar sem maður er búin að heyra af Finnum sem missa vitið. Það er víst ekki svo óalgengt hérna að fólk missi vitið við og við, sérstaklega ef fólk lendir í erfiðum aðstæðum, er dömpað eða eitthvað þá er tekið allsvakalega í flöskuna sem endar oftar en ekki í allsherjar rugli... Og svo er búið að segja okkur að sagan um Finnana, að þeir opni sig á sumrin, sé sönn, þannig allir hafa mælt eindregið með því að við verðum hérna áfram í sumar, við sjáum hvað setur með það... Annars eru engar myndir núna því Laufey er eitthvað treg að taka myndavélina með sér, vill ekki líta út eins og túristi, en hún er búin að lofa að taka hana með seinna... Þannig þetta er allt í bili.
Arna Björg

1 Comments:

At 7:32 AM, Anonymous Anonymous said...

ææ... greyið kanínan

 

Post a Comment

<< Home