nóttin er alltaf ung á óðinsgötunni...

Thursday, February 23, 2006

Tourists for a day... hey hey hey

Já ég og Laufey ákváðum í dag að kíkja aðeins útfyrir hverfin okkar hérna í Helsiki og tókum dágóðan göngutúr niður á höfn og þar í kring, því miður er hafnarmarkaðurinn aðeins til hádegis þannig ekki gátum við skoðað hann en loksins fundum við gömlu kauphöllina þar sem seldur er allskonar gourmet matur, aðeins of gourmet fyrir okkur, en samt gaman að skoða, jább við kíktum líka á dómkirkjuna, svo reyndum við að labba áhugaverðar götur. Þessi göngutúr kveikti í okkur mikla þrá að vera hérna í sumar, hangandi í einhverjum garðinum umkringdar trjám... bara kertaljós og rómantík... En já annars er að ganga einhver pest hérna í Helsinki fólk liggur með 40 stiga hita í móki og hóstar, við höfum hugsanlega fengið snert af þessari pest hérna en til að hún nái sér ekki bólfestu í okkur ákváðum við að skella í okkur smá jagermeister enda hef ég lært af fróðum mönnum að það sé allra meina bót. Svo er víst svona saying hér í Finnlandi að ef þú ert veikur og hvorki áfengi, sauna, né eitthvað þriðja, man ekki hvað það er, lækni þig ekki þá muntu deyja... Hmmm áhugavert, allavegana við tækifæri, ef þessi djöfulsins blogger ætlar að virka einvherntímann þá setjum við inn myndir!!
Arna og Laufey

0 Comments:

Post a Comment

<< Home