HELSINKI HELSINKI
Við erum komnar aftur til okkar ástkæra Helsinki, búnar að vera hér í 10 daga og líkar jafn vel við allt og áður... Við búum í geðveiku húsi í hverfi sem kallast Oulunkyla og er kannski svipað langi í burtu frá miðbænum og Grafarholtið. Þetta er parhús sem við deilum Finna og Pólverja. Svosem ágætt nema svo virðist sem þær eru æstar í drama og eru alltaf að böggast yfir smáhlutum og halda húsfundi og eitthvað rugl. Vinur okkar sem kom í heimsókn sagði að við ættum bara að beila á þessu húsi og fá okkur íbúð niðrí miðbæ, það blundar alveg í okkur, leiðinlegt að þurfa að lifa eftir einhverjum asnalegum reglum, sjáum til hvað gerist. Þær fá einn séns í viðbót. Annars er vinnan okkar svo óendanlega leiðinleg að við höldum að við meikum þetta ekki út sumarið. Kannski erum við bara snobbbeljur frá helvíti, en það hlýtur að vera til eitthvað betra. Svo ekki sé minnst á búningin sem ég þarf að vera í, skærrauðar vinnumannabuxur og skærgulur stuttermabolur við, hryllingur!!! Fatta ekki pælinguna á bak við þennan búning. Allavegana, bara stutt núna, set hérna myndir af húsinu okkar, meira seinna
Arna
0 Comments:
Post a Comment
<< Home