nóttin er alltaf ung á óðinsgötunni...

Friday, June 22, 2007

Meiri myndir






Fyrsta myndin er tekin í gömlu fangelsisvirki og þarna er dýflissan þar sem fangarnir voru látnir hanga til dauða... Svo koma myndir af flotta landslaginu sem við sáum frá útsýnispalli sem er búið að byggja þarna. Sagan er að kóngur lét byggja þennan turn sem sést þarna til að heilla konu til að giftast sér, planið var að fara með konuna upp í turninn og heilla hana með útsýninu til að giftast sér, en það tók mörg ár að byggja turninn og þegar hann var loksins tilbúin þá var kóngurinn orðinn það feitur að hann komst ekki með konuna þangað upp, þannig hann útbjó útsýnispall. Þessi staður er víst vinsæll ef fólk vil drepa sig og koma víst margir þangað í þeim hugleiðingum. Vilja að þessi fegurð sé það síðasta sem þau sjái. Þetta var rosalegt!!!

2 Comments:

At 4:40 PM, Anonymous Anonymous said...

Allir heima búnir að skoða þessar myndir. Það er víðar fallegt en á Íslandi á þessum árstíma.
Dóra (mamma)

 
At 7:13 AM, Anonymous Anonymous said...

hver er þessi dóra? ég er systir þín sem spyr,

 

Post a Comment

<< Home