nóttin er alltaf ung á óðinsgötunni...

Thursday, June 28, 2007

Sálarmorð

Ég og Laufey situm hér og erum ekki sáttar, það er 12 stiga hiti og mígandi rigning, búið að vera svoleiðis alla vikuna, hvað er að ske, er svo ekki bara sumar og sól á Íslandi??? Laufey er hérna á fullu að skrifa CV, lætur ekki bjóða sér þetta sálarmorð sem þessi ógeðisvinna er. Ég get svo svarið það, annað eins vonleysi á vinnustað hef ég aldrei upplifað, maður hamast eins og brjálæðingur allan helvítis daginn svo þegar klukkan er tvö þá þyrmir yfir mann að þessu muni aldrei ljúka og maður verði þarna þrífandi þessi ógeðisherbergi til eilífðarnóns og komist aldrei heim. Það er ekkert, EKKERT gefandi við þessa vinnu, maður upplifir sig sem þroskaheftling, talandi stikkorðaensku við Eistlendingana "I clean now, you take this" "This good, this no good" svo festist þetta í sessi hjá mér og mér finnst að ég sé að tapa öllu sem ég hef lært hægt og sígandi, sé bara að detta inní eitthvað þroskaheftilngamode sem mér líkar ekki við. Held ég beili á þessu líka, sjáum hvað gerist. Það eina sem hefur snefil af skemmtilegheitum er að koma inn í herbergi þar sem fólk býr og reyna að ímynda sér hvernig það fólk lítur út, það var eitt herbergi sem ég fór ítrekað í en náði aldrei að nappa fólkið sem var þar. En í fatahenginu voru skósíðar leðurkápur og hermannaklossar með stáltá, íþróttabuxur með hauskúpu bróderingum á hliðunum, korselett og fleira. Á baðherberginu var náttúrulega HIM snyrtibudda og það sem mér fannst fyndnast af öllu var að tannburstahylkið var líkkista! ég horfði á þetta lengi og var bara WHAT THE FUCK, rólegur á að vera gothari og taka bara allan pakkann... Svo var ég send á aðeins fínna hótel einn daginn og þar gekk ég inn í herbergi sem var allt í messi, ég byrjaði náttúrulega á ruslinu sem mér fannst ískyggilega þungt þannig ég gægðist í pokann og sá þar svarta bók, þar sem ég er óþægilega forvitinn kíkti ég inn í bókina og þá blasti við mér ljósmynd af gammalli dáinni konu í líkkistu, vel stíf og gul á lit, ég tékkaði ekki meir, kunni ekki við það, en hver hendir ljósmyndum af kistulagningu í rusl á hótelherbergi??? Svona eru millarnir, sama um allt nema að drasla til og klára minibarinn. ANNyway ég tengi þetta tvennt, tannburstalíkkistuna og myndina við það að þessi vinna sé sálarmorð, ótvíræð skilaboð frá alheiminum að fara að gera eitthvað annað. Annars kíktum við í gær á Bob Dylan cover tónleika í hafnarhúsi hér niðri í bæ, maðurinn sem hélt tónleikana, Pelle Miljoona, er vel þekktur hér og er hann gamall pönkari turned rasta hippi sem var búin að reykja aðeins of mikið for his own good í gær þannig við hlustuðum á hann glamra tvö lög og fórum svo á annan bar. Það má samt víst ekki tala illa um þennan mann hérna, hann er nokkurs konar þjóðarhetja eða eitthvað, gamla greyið hann ætti bara að keyra burtu á ROCK rúgbrauðinu sínu... En já semsagt svona allt gott að frétta hér fyrir utan fyrrgreint, loksins frí á morgun eftir átta daga vinnuviku... back from hell, meira seinna. (Set inn myndir frá pikknikki í Tölöö þegar það var sumar í Helsinki)

Arna

2 Comments:

At 4:43 PM, Blogger Bobby Breidholt said...

1
Hvaðeretta mar! Þú hefðir átt að stela þessari ógeðisbók!

2
Ég hló upphátt að líkkistutannburstahaldinu. Átti hann kannski líka regnhlíf með mynd af dánu barni? Eða kannski svarta líkkistulaga sápu (lavender)?

3
En gaman að þið eruð farnar að blogga aftur. Jippí.

 
At 5:31 PM, Blogger Jonina de la Rosa said...

hahaha sjitt en fríkí gothari... hvað er samt málið að vera goth og gista á hóteli... ég mundi halda að þetta lið væri á götunni eða undir brúm eða útí skógi eða eitthvað... sjitt... fríkí

 

Post a Comment

<< Home