nóttin er alltaf ung á óðinsgötunni...

Friday, August 03, 2007

Maksalaatikko

Vá það er svo mikið búið að gerast síðustu vikur að maður hefur ekki haft tíma til að skrifa neitt né henda inn myndum, ég ætla að gera betri færslu seinna en bara smá núna. Það sem er helst að frétta er að Laufey er byrjuð að vinna eins og berserkur á Café Engel og ég byrja að vinna á mánudaginn í Biomedicum, þannig sumarfríinu okkar er svo til lokið, ég er samt ekkert með bömmer að hafa verið í smá sumarfríi, man ekki hvenær ég fékk sumarfrí seinast, einhverntíman áður en unglingavinnan byrjaði held ég bara. Langaði bara að henda inn þessu videói af Laufey vera að smakka þjóðlegan rétt hérna sem kallast maksalaatikko og er ekki í miklu uppáhaldi margra nema eins vinar okkar sem borðar þetta reglulega, ég segi að þetta sé bara önnur útgáfa af grjónagraut og lifrarpylsu en maksalaatikko er semsagt hökkuð lifur blönduð saman við hrísgrjón og rúsínur, borið fram með kirsuberjasultu. Þetta kaupir maður á 1,20 evrur og hitar í örbylgjuofninum. Bragðið er ekki svo slæmt það er einna helst eftirbragðið sem er ógeðslegt og maður getur ekki hámað þetta í sig eins og lifrarpylsuna góðu. Allavegana eitt vídeó hérna af Lubbu, meira seinna um kofaferð, óvænt brúðkaup o.fl o.fl Góða verslunarmannahelgi, ekki drukkna!!!
Arna
Take it away Lubba...
Maksalaatikko

Add to My Profile | More Videos

1 Comments:

At 5:04 AM, Anonymous Anonymous said...

hahahahhaaa svaka gott!!! kv. Dora

 

Post a Comment

<< Home