Monday, March 27, 2006
Sunday, March 05, 2006
Party, party ganze nacht!!
Þá er þessi helgi liðin, á föstudaginn fórum við heim til Inku og hún sýndi okkur myndir og video sem hún er að gera og svo var farið niðrí bæ... Á laugardaginn lentum við í þeirri óvæntu ánægju að vera boðið í Íslendingaparty hérna, þar sem boðið var uppá heimareykt hangikjöt, uppstúf og brennivín, svo voru vatnsdeigsbollur líka á boðstólnum og sauna fyrir þá sem vildu... Svo var spilað, sungið og dansað... Rosa gaman hér eru myndir frá kvöldinu.
Arna og Laufey
Friday, March 03, 2006
artífartí
Ég hef nu voða lítið að segja en ætla bara að setja inn einhverjar myndir sem ég hef bara tekið á förnum vegi og svo er ein mynd þarna af boli sem stendur "im a virgin" sem mér finnst alveg viðbjóðslegt og óviðeigandi þar sem þetta er barnasamfestingur á mánaðargamalst barn eða eitthvað,í einhverri "hip" barnabúð.mér finnst það bara ógeðslegt.svo tók ég mynd af byggingu herna sem er víst fyrirmynd af apótekinu á austurstrætii á íslandi,nákvæmlega eins.
laufey