nóttin er alltaf ung á óðinsgötunni...

Monday, March 28, 2005

Tell it like it is!

Mér finnst Eva tala svoldið undir rós hérna, málið er að eftir dúndur partý á föstudaginn var haldið á sirkús til að sýna útlendingnum tryllt íslenskt næturlíf. Á sirkús varð fólki starsýnt á eina svaka sorglega skvísu sem var í skugga "sætu" vinkonu sinnar allt kvöldið. Sökum vorkunsemi yfir óheppilegu útliti skvísunnar gaf Sússa sig á tal við hana þar sem augljóst var að hún var útlendingur í leit að ógleymanlegu ævintýri í Reykjavík, allavegana innri maður skvísunnar hæfði útliti hennar fullkomnlega og því varð samtalið stutt og snubbótt. Eftir að útlendingurinn hafði drekkt greyið Magga í soralegum rekkjusögum stórborga gaf hann sig á tal við greyið skvísuna, hefur pottþétt séð sér auðveldan leik á borði og enn eina rekkjusögu til að "gleðja" New york vini sína með. Þrátt fyrir að Maggi var ekki að fíla útlendinginn í botn gaf hann honum nipp í öxlina og varaði hann við verðandi rekkjunaut, "do you really wanna go there"? Útlendingurinn var greinilega með bear googles á augunum, eins og Hanna tók svo skemmtilega til orða, og lét aðvaranir Magga sem vind um eyru þjóta. Ég og Maggi gátum hreinlega ekki horft lengur uppá þetta sleazy hössl og létum okkur hverfa. Næsta sem ég veit er að íbúar og næturgestir Óðinsgötu eru með þynkkufund í herbergi Lubbunar þar sem atburðir kvöldsins voru krufðir til mergjar. Maggi segir okkur þá frá því þegar hann ætlaði að fara að halla sér í make out romminu, hann opnar hurðina og kveikir ljósin og sér þá ekkert annað en bleikan karlmannsrass og óttaslegið andlit sem lítur í átt til hans. Eftir að hafa velt fyrir okkur uppruna þessa ljóshærða mystery mans með bleika rassinn kom ekkert annað til greina en að óheppna skvísan af sirkús hafi verið að "gleðja" útlendinginn með einhverju skrítnu tantra bragði eða eitthvað. Okkur öllum hrylldi við hugsuninni. Lubba tók sem betur fer öll teppi úr make out roominu og fór með þau heim í þvott, viljum ekki að við né aðrir vinir okkar þurfi að sitja í svona subbuskap... Útlendingurinn hvarf til sinna heima í gær og við bíðum frétta að hann komi út úr skápnum því það eru allir sammála um það að það er deginum ljósara að maðurinn er hommi, ef ekki það þá eitthvað annað sem við vitum ekki hvað er, en fyrir utan undarlegt twist á manninum sem kemur greinilega í ljós undir áhrifum áfengis þá var þetta vænasti piltur og ekkert meir um það að segja.
Jæja, Best að fara að gera eitthvað nytsamlegt við þessar örfáu mínútur sem eftir lifa af páskafríinu mínu, þangað til seinna...
Arna Björg

Sunday, March 27, 2005

eva skrifar um bleika bossann

já sannarlega er langt síðan ég hef skrifað. ekki það að ég hafi haft mikið að gera... þessir páskar hafa verið sannarlega skemmtilegir og fjörugt líf ið á óðinsgötu. Ýmislegt dularfullt gerðist sem sveipar agöthu cristy blæ yfir kofann á hátíðarstundu. maggi fann beran bleikan rass á laugardagsmorguninn í keleríherberginu sem ekki tilheyrir ekki neinum sem við þekkjum. Það er svo gaman að þykjast sem þetta sé enn gáta, enn eftir miklar bollaleggingar og rannsóknir fannst það út að bossinn tilheyrði danskri skvísu sem sússa hafði blandað geði við kvöldið áður því henni fannst hún svo óheppin, hún var ein með vinkonu sem hafði greinilega smellt huliðsskykkju yfir vinkonu sína svo hún gæti óáreitt daðrað allt ferðalagið. Og sagan sem við bjuggum til var að þær væru búnar að vera á löngu interraili... Sússa er svo vel innrætt. En sú danska var þó hin hressasta og við getum bara dregið þá ályktun af sýn magga að hún hafi átt glæsta tíma hér í borg...
Nú skal ég halda áfram að sinna störfum hér í björginni. lifið heil um páskana.

Thursday, March 24, 2005

TIm er mættur svellkaldur

Jæja best að fara að skrifa eitthvað... Við á Óðinsgötunni höfum fengið til okkar í heimsókn strák frá New york sem heitir Tim, hann er búinn að vera hjá okkur síðan á sunnudaginn og hann fer afturn heim til sín á páskadag. Þetta er mjög fínn gaur og við finnum fyrir alls engu ónæði af honum, þvert á móti, eina sem er að rakspýrinn hans, sem hann notar svoldið af, lyktar eins og jólaolían hennar mömmu, þannig ég komst í smá jólafýling í gær sem getur verið ruglandi svona eins og að missa af nótt, sem ég þoli ekki. Allavegana Tim kom og gaf okkur stóra Jim Beam flösku sem verður drukkin í partýinu á morgun. Tim er líka vegan og eldaði fyrir okkur lasagne sem var laust við allt kjöt og ost, skrýtið en mjög gott. Planið í dag var að fara með gestinn gullna þríhyrninginn (the golden threeway) eins og jónína segir, nema hvað bílalánarinn og driverinn var eitthvað slappur eftir óvænt fyllerí í gær, þannig gullni þríhyrningurinn verður að bíða betri tíma. Semsagt já við íbúar Óðinsgötu kíktum með gestinn á sirkús í gær, svona aðeins að sýna honum næturlífið, hann skemmti sér mjög vel og tók þvílíku sveiflurnar á dansgólfinu enda vanur jive klúbbadjammari í New York. Ég tók mig svo til og bauð finnskum leiklistarnemum, sem ég hitti við barborðið, í partýið, sem vonandi verður, hið ógleymanlegasta, á morgun, kemur í ljós hvort þeir mæti, spennandi... Petra kom líka sterk til baka á klakann í gær og mætti fílefld á Kaffibarinn og þar dansaði hún til dögunar að mér skilst, þarf að tékka á henni samt sem áður. Já ég og Lubba horfðum soltnum augum inní matarskápinn okkar í morgun, ætluðum að reyna að finna eitthvað gott að borða en það er ekki um auðugan garð að gresja og þegar Lubban stakk uppá því að fá okkur hrísgrjón með sojasósu þá hugsaði ég með sjálfri mér, nei hingað og ekki lengra, tók töskuna mína og næsta strætó uppí Grafarholt þar sem beið mín brauð og álegg og annar lúxus sem er fáséður á Óðinsgötunni. Hrísgrjón, pasta og haframjöl er ekki slæm fæða nema málið er að við klikkum alltaf á meðlætinu, sósum grænmeti og þessháttar sem gera hrísgrjón og pasta að máltíð. Eitthvað sem við þurfum að vinna í. Lubba var ekki ánægð að ég skyldi stinga af og skilja hana eina eftir með Tim, en hey, svona er lífið maður... Jæja nóg af þessu blaðri í bili, ætla að koma mér fyrir í sófanum með eina góða spólu í tækinu. Það er ljúft að vera í páskafríi, segi ekki annað. Læra hvað er það???? Góða páskahelgi allir saman...
Arna Björg

Friday, March 18, 2005

EVA! SKRIFAÐU!!

já mér er batnað,ég trúi ekki þessum amatör,Elvar kíkti á líflinuna mína og ságði að hún væri bara ansi löng og svo var hann byrjaður,spáði bolla spáði í spil,sá allskonar línur í lófanum sem ég vissi ekki einu sinni að væri til. Þannig ég tek elvar bara trúanlega,síðan hvenær hefur internetið logið að manni. nú er komið föstudagur og líða fer að kveldi,í hvaða ævintýrum lendir maður í kvöld,reyndar er ekkert planað,helst kannski video spóla en hversu oft og mörgum sinnum hefur maður sagt þetta og síðar vankað við sér klukkan 5 á einhverjum skemmtistöðum borgarinnar.Já óðinsgötuíbúarnir þeir hafa sko viljastyrkinn í lagi. góða helgi
laufey

Sunday, March 13, 2005

Indriði litli

sælir allir saman, ég get róað lubbu með því að segja henni að gaurinn sem las í lófan á henni er bara amatör og kann víst ekkert í þeim fræðunum. Það er kominn nýr ábúandi í grafarhotið, það er kötturinn sem amma fékk sér en gafst svo upp á fljótt á eftir. Hún skýrði hann í höfuðið á föðurbróður sínum og heitir kötturinn Indriði en hann er kallaður yndi. Hann verður hérna í grafarholtinu fram að páskum en þá fara mamma og pabbi norður til Helgu og hún ætlar að taka ynda að sér, er hann þá þriðji kötturinn á heimilið, ég efast ekki um að yndi verður góður leikfélagi Mjallar og Mínervu veit þó ekki með hundana Stelpu og Loka hvort þau tvö séu að gúddera þetta kattarveldi... Hef svo sem ekkert meira að segja í bili þannig bara bless bless.
Arna Björg

Saturday, March 12, 2005

smá bömmer

Ég ,arna og jónína fórum út á lífið í gær það var einhvað vamm partí ókeypis booze og allt,við vorum hæstánægðar með það og skemmtum okkur vel,fórum svo á sirkus og vorum þar alveg fram undir morgun. svo fengum við gest til okkkar og fengum okkur rauðvín,sem ég fékk að eiga því mamma gat ekki drukkið það það var svo vont og pabbi hélt að það væri myglað en það stoppar sko ekki krakkana á óðinsgötunni,við köllum sko ekki alltaf á ömmu okkar. jæja ekki nóg með það, þessi piltur tekur svo í höndina mér og hellir smá rauðvín í hana og segist geta spáð í lófa,ég nottulega óð í allt svoleiðis nema það að um leið og hann sér í lófann minn lokar hann honum og segist ekki getað spáð fyrir mér(með smá hryllingsaugnaráði,kannski ímyndun í mér ég veit ekki). jæja ég gat ekki annað gert en að fara inn í herbergi og hringja í Elvar og vekja hann um hánótt vælandi yfir þeim hryllingi sem ég á eftir að lifa og ólifa samkvæmt þessu lófa Ólestri. já þetta er ekki skemmtilegt að gruna kannski að maður á ekki eftir að eignast börn eða giftast heldur deyja kannski undir þrítugt,smábömmer.maður ætti kannski að fara að byrja í heróíní og fara stunda teygjustökk og hákarladýfingar,fyrst maður á nú eftir svona stutt!!En Elvar var að hringja í mig og sagðist vera búinn að kynna sér málið á netinu og er núna allkræfur í lófalestri þannig hann ætlar að kíkja í lófann minn á eftir og fá botn í þetta,kannski var þessi piltur bara amtööör einsog maður segir. Ég læt ykkur vita um framlegð málsins seinna.
Laufey

Thursday, March 10, 2005

myglukonan

jæja mig langar að vita hvernig arna getur "látið" mat mygla. vá ef ég fengi einn yfirnáttúrulegan kraft þá vildi ég óska að ég fengi þann kraft sem lætur mat mygla!!! já það er góður hæfileiki. af mér að frétta ætli það sé ekki að ég er orðin sjónvarpsjúklingur dauðans,ég er einmitt núna á leiðinni heim að horfa á american idol ruglað!dísess svo á ég eftir að horfa á nip/tuck og 24 ruglað og íslenska idolið líka díssess hversu sorglegur er maður. jæja til þess að skrifa eitthvað í þetta blogg þá dreymdi ég að ég skrapp í sund í miðri kennskustund og vapp mér í gullspandexbuxur ig svo tigersunbol yfir þær og svo silfur sundhettu og gull langerma hanska(voðalega smart)og svo fór ég að synda einhvern sundspöl og sé ég þá ekki maucklly caulkin(home alone strakurinn) hann er þarna á sundbakkanum og hann var þá að leika chet baker þegar hann var ungur og ég man bara hvað mér leið smart í þessu outfitti. ég lofa að byrja að skrifa meira ok? ekki það að margir eru að lesa!!! maður er ekki búin að fá nein einustu comment!

Tuesday, March 08, 2005

!!!!

Hvað er þetta drullisti til að skrifa sambýlingar annars mun ég halda vöku fyrir ykkur á nóttunni og láta allan matinn ykkar mygla, hvað þá? Þá verður ekki gaman hjá ykkur, álíka gaman og það er fyrir mig að koma á þessa síðu og sjá aldrei neitt nýtt. Tilbreytingasnautt líf er dapurt líf. Þið eruð svo sniðugar stelpur komið nú með eitthvað gott og gleðjið mig sem og aðra... Vona að þetta hafi enginn eftirköst, ég kann líka að stífla klósett og rífa föt...
Einni sem leiðist óhemju mikið í kvöld.
Arna Björg

Friday, March 04, 2005

undarlegur himinn

Ég er uppí Grafarholti núna og horfi hérna út um gluggan og birtan úti er rosa skringileg, það virðist líka vera einhver ljósblettur á himninum sem glitrar og stækkar... Ætli Verdenarnir séu mættir til samningaviðræðna við íslensk stjórnvöld og eldhnötturinn umtalaði í Þistilfirði væri að þeirra völdum? Það var nú talað um það í bókinni góðu að árið 2005 væri árið sem Genesis (höfuðstöðvar Verdena á jörðinni) mundi rísa og þá gætum við jarðlingar átt kost á "star travelling" og værum orðnir góðir og gildir félagar í "the intergalactic fedaration of soveirgn planets" og svo framvegis.
Það stefnir í rólegt kvöld íbúar Óðinsgötu eru í heimahögum í kvöldmat og hittast svo seinna og er stefnan tekin á rólegheit og fínerí. Allt er svo fínt núna á Óðinsgötunni því hún var þrifin hátt og lágt á þriðjudaginn, það var meira að seigja skúrað sem hefur ekki verið gert síðan 2 janúar eftir áramótapartýið góða. Ætlunin er að halda hreinlætinu til haga og ekki láta skítinn safnast upp einsog hefur tíðkast hingað til. Við spjölluðum við leigusalan okkar um daginn en þar sem járnfrúin var ekki heima var fátt um svör, lubba tók smá scrooge samt ekki jafn svakalegan og grey konan hjá félagsþjónustunni fékk að kynnast. Þessi scrooge er svona leynivopnið hennar Lubbu og ekki gaman að lenda í honum, samt gaman að verða vitni að samtali scrooge við fórnarlamb...
jæja þá best að fara að gera eitthvað, góða helgi allir saman Arna Björg

Tuesday, March 01, 2005

praise the Godzilla

jæja það er nú komin tími á mann að bloggast,arna er búin að vera svo spræk í því.jahá hvar á maður að byrja,ég vil koma eð eitt innslag á þessa strætó kellingu,hún er svo rosa böggandi að hálfa væri nóg,ég mana fólk í að taka þenna strætó númer 115 klukkan 7:51 og sjá þessi ósköp.hún getur ekki haft munninn lokaðan hvort sem augun er lokuð eða opin! já örnu datt í hug að kannski spreyja upp í munninn um leið og strætó hurðin opnaðist og við hlaupum út,en það verður víst að bíða til betri tíma,kannski til að gera dagamun á síðasta degi skólans.jeyj,kellingin mun ekki gruna neitt því þegar hún opnar augun erum við horfnar úr strætónum,yesssss. í gær þá elduðum við hrísgrjón og egg og bökuðum gulrótarköku og fengum okkur hrísbita með "kvöldkaffinu"einsog arna seigir oft á tíðum. en jæja ég ætla bráðum á óðinsgötunna og fara að skilja eftir kexmylsnur um allt hús og gá hvort við getum ekki dílað við "the Godzilla" um að fara að fjölga sér.
laufey

leikarahjón leika okkur grátt

Það nýjasta af Óðinsgötunni er að það er búið að selja kofann og við þurfum að flytja út 30 apríl, eða mánuði fyrr en gert var ráð fyrir. Í gærkvöldi barst okkur plagg þess efnis að nýi eigandinn ætli að halda áfram gistiheimilarekstri og vilji okkur út. En við förum ekki! Þessi hjón halda greinilega að við séum pushover fávitar sem vitum ekkert í okkar haus, en það er ekki svo, við kannski reiðumst sjaldan en þegar fólk sem N.B er landsþekkt fyrir yfirgang og frekju ætlar að rúlla yfir mann þá kviknar á einhverju... Við erum bara smá glaðar yfir því að geta farið með þinglýsta leigusamninginn okkar og sagt þeim að stinga honum þangað sem sólin ekki skín. Nú ef til þess kemur að þau eru með einhverja lagaklæki sem ekki er ólíklegt þá vonum við bara að Godzilla sé komin að því að verpa sirka 2000 eggjum og litlu godzilla börnin hennar éti upp kofann og það mundi svo sannarlega "put them out of buissness" eins og sagt er í útlandinu.
jæja, ég er farinn á Delí að kaupa mér að borða í tilefni mánaðarmóta.
þangað til síðar, Arna Björg