nóttin er alltaf ung á óðinsgötunni...

Thursday, June 28, 2007

Tölöö




Sálarmorð

Ég og Laufey situm hér og erum ekki sáttar, það er 12 stiga hiti og mígandi rigning, búið að vera svoleiðis alla vikuna, hvað er að ske, er svo ekki bara sumar og sól á Íslandi??? Laufey er hérna á fullu að skrifa CV, lætur ekki bjóða sér þetta sálarmorð sem þessi ógeðisvinna er. Ég get svo svarið það, annað eins vonleysi á vinnustað hef ég aldrei upplifað, maður hamast eins og brjálæðingur allan helvítis daginn svo þegar klukkan er tvö þá þyrmir yfir mann að þessu muni aldrei ljúka og maður verði þarna þrífandi þessi ógeðisherbergi til eilífðarnóns og komist aldrei heim. Það er ekkert, EKKERT gefandi við þessa vinnu, maður upplifir sig sem þroskaheftling, talandi stikkorðaensku við Eistlendingana "I clean now, you take this" "This good, this no good" svo festist þetta í sessi hjá mér og mér finnst að ég sé að tapa öllu sem ég hef lært hægt og sígandi, sé bara að detta inní eitthvað þroskaheftilngamode sem mér líkar ekki við. Held ég beili á þessu líka, sjáum hvað gerist. Það eina sem hefur snefil af skemmtilegheitum er að koma inn í herbergi þar sem fólk býr og reyna að ímynda sér hvernig það fólk lítur út, það var eitt herbergi sem ég fór ítrekað í en náði aldrei að nappa fólkið sem var þar. En í fatahenginu voru skósíðar leðurkápur og hermannaklossar með stáltá, íþróttabuxur með hauskúpu bróderingum á hliðunum, korselett og fleira. Á baðherberginu var náttúrulega HIM snyrtibudda og það sem mér fannst fyndnast af öllu var að tannburstahylkið var líkkista! ég horfði á þetta lengi og var bara WHAT THE FUCK, rólegur á að vera gothari og taka bara allan pakkann... Svo var ég send á aðeins fínna hótel einn daginn og þar gekk ég inn í herbergi sem var allt í messi, ég byrjaði náttúrulega á ruslinu sem mér fannst ískyggilega þungt þannig ég gægðist í pokann og sá þar svarta bók, þar sem ég er óþægilega forvitinn kíkti ég inn í bókina og þá blasti við mér ljósmynd af gammalli dáinni konu í líkkistu, vel stíf og gul á lit, ég tékkaði ekki meir, kunni ekki við það, en hver hendir ljósmyndum af kistulagningu í rusl á hótelherbergi??? Svona eru millarnir, sama um allt nema að drasla til og klára minibarinn. ANNyway ég tengi þetta tvennt, tannburstalíkkistuna og myndina við það að þessi vinna sé sálarmorð, ótvíræð skilaboð frá alheiminum að fara að gera eitthvað annað. Annars kíktum við í gær á Bob Dylan cover tónleika í hafnarhúsi hér niðri í bæ, maðurinn sem hélt tónleikana, Pelle Miljoona, er vel þekktur hér og er hann gamall pönkari turned rasta hippi sem var búin að reykja aðeins of mikið for his own good í gær þannig við hlustuðum á hann glamra tvö lög og fórum svo á annan bar. Það má samt víst ekki tala illa um þennan mann hérna, hann er nokkurs konar þjóðarhetja eða eitthvað, gamla greyið hann ætti bara að keyra burtu á ROCK rúgbrauðinu sínu... En já semsagt svona allt gott að frétta hér fyrir utan fyrrgreint, loksins frí á morgun eftir átta daga vinnuviku... back from hell, meira seinna. (Set inn myndir frá pikknikki í Tölöö þegar það var sumar í Helsinki)

Arna

Friday, June 22, 2007

Bara til að minna ykkur á hahaha

Hressir

Add to My Profile | More Videos

Meiri myndir






Fyrsta myndin er tekin í gömlu fangelsisvirki og þarna er dýflissan þar sem fangarnir voru látnir hanga til dauða... Svo koma myndir af flotta landslaginu sem við sáum frá útsýnispalli sem er búið að byggja þarna. Sagan er að kóngur lét byggja þennan turn sem sést þarna til að heilla konu til að giftast sér, planið var að fara með konuna upp í turninn og heilla hana með útsýninu til að giftast sér, en það tók mörg ár að byggja turninn og þegar hann var loksins tilbúin þá var kóngurinn orðinn það feitur að hann komst ekki með konuna þangað upp, þannig hann útbjó útsýnispall. Þessi staður er víst vinsæll ef fólk vil drepa sig og koma víst margir þangað í þeim hugleiðingum. Vilja að þessi fegurð sé það síðasta sem þau sjái. Þetta var rosalegt!!!

Fallegt






Fórum í besta roadtrip ever, með Hermanni vini okkar og vini hans sem var að halda tónlieka í heimabæ sínum. Tónleikarnir voru rosa flottir en hápunktur ferðarinnar var þegar rapparagæinn fór með okkur um alla heimasveitina sína, Laufey var bílstjórinn í ferðinni. Þetta var svo ógeðslega skemmtilegt af því hann vissi svo mikið um sögu Finnlads og var æstur í að segja okkur sem mest frá öllu sem við skoðuðum. OG við höfum aldrei séð svona landslag áður, kastalar og skógur sem spegluðust í sléttu vatni, sólarupprás og fuglasöngur... Áttum ekki til orð... Við munum leigja okkur bíl og keyra út á land, svo mikið er víst! Annars er Jónsmessuhátíð hérna núna og Helsinki er draugabær, aðeins fylibyttur og geðsjúklingar sem hafa verið útskúfaðir úr fjöslskyldum sínum ráfa hér um. Þetta er tímin þar sem fjölskyldur og vinir safnast saman í kofa út á landi og halda veislu,kveikja brennur á ströndinni og borða góðan mat og syngja og skemmta sér. Okkur var reyndar boðið í eina slíka veislu í kofa nálægt Turku, en ákváðum að sleppa því útaf vinnuveseni og stuttum fyrirvara. Kannski á næsta ári, hver veit. Allavegana hér koma myndir frá ferðinni til Hamenlinna

HELSINKI HELSINKI





Við erum komnar aftur til okkar ástkæra Helsinki, búnar að vera hér í 10 daga og líkar jafn vel við allt og áður... Við búum í geðveiku húsi í hverfi sem kallast Oulunkyla og er kannski svipað langi í burtu frá miðbænum og Grafarholtið. Þetta er parhús sem við deilum Finna og Pólverja. Svosem ágætt nema svo virðist sem þær eru æstar í drama og eru alltaf að böggast yfir smáhlutum og halda húsfundi og eitthvað rugl. Vinur okkar sem kom í heimsókn sagði að við ættum bara að beila á þessu húsi og fá okkur íbúð niðrí miðbæ, það blundar alveg í okkur, leiðinlegt að þurfa að lifa eftir einhverjum asnalegum reglum, sjáum til hvað gerist. Þær fá einn séns í viðbót. Annars er vinnan okkar svo óendanlega leiðinleg að við höldum að við meikum þetta ekki út sumarið. Kannski erum við bara snobbbeljur frá helvíti, en það hlýtur að vera til eitthvað betra. Svo ekki sé minnst á búningin sem ég þarf að vera í, skærrauðar vinnumannabuxur og skærgulur stuttermabolur við, hryllingur!!! Fatta ekki pælinguna á bak við þennan búning. Allavegana, bara stutt núna, set hérna myndir af húsinu okkar, meira seinna
Arna