nóttin er alltaf ung á óðinsgötunni...

Saturday, October 29, 2005

klukk! 10 hlutir sem gera mig graða

jæja ég var klukkuð að jóninu, hér eru 10 hlutirnir sem gera mig graða
1. R.kelly
2. njóta ásta undir mánaskini
3. er með litla kallinn í lagi
4. mjaðmahnykkir
5. fylgjast með einhverjum sem veit ekki að ég sé að horfa á
6. "ég elska þig"
7. síða hárið hans snertir bert holdið mitt
8. svitaperlur
8. gillzeneger
9. sizzling man juice
10. "that" moment

jæja þarna eru hlutirnir sem æsa laufey, þetta er nú meira það sem þessi bloggheimur tekur upp á ha? 10 hlutir sem gera mann graða? á mar að bera sálina sína á almannafæri,jah ég held það nú.
ein farin á barinn.laufey koss koss og fuuuunheitar kveðjur.
ég klukka petru

vinnublús

jæja þá loksins komin heim úr vinnunni, uppáhaldsvinnunni minni í öllum heiminum eða hitt þó heldur! Ég tengi ekkert nema slæmar minningar við þessa djöflakompu niðrí bæ, eigendurnir eru að springa úr metnaði og koma fram við mann eins og maður sé einhverfur fáviti sem veit ekki neitt... Ekki eins og maður sé að vinna í kjarnorkuveri þetta er fokkings bakarí!! og svoldið takmarkað hversu rétt eða rangt hægt er að gera hlutina. Kannski það sé bara snobb í mér en ég þoli ekki svona patronizing yfirmenn "Hey KRAKKAR, látið fólkið taka númer!! þá gengur allt betur fyrir sig..." Mér finnst líka leiðinlegt, og kannski aftur að snobbinu, að vera kölluð krakki af fólki sem er rétt svo eldra en ég. 15 ára strákurinn með graftarbóluna á nefinu, sem var að vinna með mér í dag er kannski krakki, hann hagar sér allavegana þannig. Grettir sig framan í viðskiðtavini og sagði blákalt NEI upp í opið geðið á einni konu í dag sem vildi fá kökuna sína í stærra boxi. Konan varð mjög hissa og spurði stráksa með forundran "sagðiru nei!!!!? Og hann bara "já, og kom með einhverja fáránlega röksemdafærslu sem meikaði ekkert sens. Mig langaði bara að öskra á hann í allan Dag NENNIRU AÐ SPRENGJA ÞESSA FOKKINGS GRAFTARBÓLU ÁÐUR EN ÞAÐ GERIST EITTHVAÐ... men ég þoli ekki óharnaða unglingsstráka með graftarbólur, hef aldrei gert og mun örugglega aldrei gera héðan í frá. En allavegana ég gaf einni biturri kellingarbeiglu illt auga í dag þegar hún var að röfla, þetta var rosa illt auga því ég meinti það svo innilega, ég vona að hún detti í stiganum heima hjá sér, eða ekki mér er nákvæmlega sama, en ef ég gerist einhverntíman brjálaður fjöldamorðingi þá verða svona beyglur ofarlega á hitlistanum, svo sannarlega. Jæja annar dagur í helvíti á morgun og svo ekkert fyrr en eftir tvær vikur. YES... Kannski ég geri bara eitthvað allsvakalegt og læt reka mig, ég nenni þessu ekki. Ég segi eins og Eva forðum daga, að ég seldi sálu mína fyrir 30.000 kall aukalega á mánuði þennan veturinn. Ekki gott.
Arna Björg