nóttin er alltaf ung á óðinsgötunni...

Wednesday, July 27, 2005

Sól og blíða

Ennþá skín sólin og allir í kringum mann farnir að breytast í einhverja hottintotta sem er bara hið besta mál. Ég ætlaði að freystast til að fá smá brúnku í andlitið um helgina og ákvað að leggja mig út á svölum hjá foreldrunum á laugardaginn, mömmu leist ekkert á blikuna og breiddi viskustykki yfir andlitið á mér þar sem ég lá þarna sofandi, þannig ekki varð liturinn mikill eftir það en anyways... Ég og Lubba vorum úti í gær frá því eftir vinnu til klukkan tólf, byrjuðum á Austurvelli og fórum svo í Nautholtsvíkina. Á Austurvelli var einhver glataður gospelkór að góla einhver trúarkvæði, reyna að bera út boðskapinn eða eitthvað, ég held nú samt að enginn hafi verið að hlusta á þau þannig þau hættu bara og óskuðu þess örugglega innst inni að hafa aldrei fengið þessa bjánalegu hugmynd. Í Nautholtsvíkinni var svo eitthvað skátamót í gangi og einn unglingsstrákur var að reyna að hrista upp í liðinnu með einhverri ömurlegri tónlist, og við, eins ömurleg og við erum, rönkuðum við okkur þar sem við vorum að gera grín af einhverjum 12 ára skoskum stelpum sem voru ekki að gera neitt nema dilla sér og reyna að skemmta sér í sólinni, en kommon þær voru samt svoldið hallærislegar... já enmitt. Svo skutlaði Bjössi frisbídisk í andlitið á einhverri stelpu og hún var með teina þannig það hefur ekki hjálpað til, ég sá þegar diskurinn kom fljúgandi í andlitið á henni og ég get bókað að hún meiddi sig meira en hún lét uppi og hefur örugglega farið að gráta og heim í fýlu eftir að Bjössi var farinn. Djöfull langar mig í grillaðar pulsur í kvöld, kannski ég plati Lubbuna með í Hljómskálagarðinn eftir vinnu, ég nenni allavegana ekki á Austurvöll og liggja í rónapissi og hlusta á drottinskvæði. Jæja best að fara qað vinna eitthvað. P.s Lubban fékk þá snilldarhugmynd að fara á pubquiz á Grand rokk á föstudaginn, ég fór á svoleiðis í Hannover hérna um árið og það er drulluskemmtilegt, það er líka bjórkassi í vinning þannig þá er maður búin að redda áfengi fyrir helgina, vúhú!!!! ég hef fulla trú á að ég og Lubba rústum þessari keppni, ef ekki þá bara fokk it, við erum ekkert tapsárar.

Tuesday, July 26, 2005

smáragötublogg

jæjajæja núna byrjar mar sko með skrifin.humm það er svo margt búið að ske en svo lítið líka þannig.....Einsog maður bjóst við áttum við í stökustu vandræðum að fá trygginguna tilbaka járnfrúin ætlaði að svíkja okkur, sem betur fer missti ég stjórn á skapi mínu og öskraði á hana mörgum sinnum í símann, og á endanum brotnaði hún niður og við fengum peningana okkur húrra húrra húrra,hef aldrei verið eins stolt af sjálfum mér og aldrei eins skemmtilegt en að rífast við kellingu sem á það svo mikið skilið.
svo erum við líka búnar að vera áhorfendur eiturlyfjaviðskipta fyrir framan húsið okkar,í þessu rólega fjöslkylduhverfi, sátum við á svölunum í kvöldsólinni,þegar við sjáum tvo gaura heilsast svona "ghetto" lega og við sjáum peningaskiptin í öllum þessum handshake töktum. seinna um kvöldið hræddi arna mig með því og spurði "laufey,helduru nokkuð að þeir snúi við og drepi okkur"?
"its an old fashion karma comin round" willie nelson lag sem er einmitt í uppáhaldi nuna hjá mér og örnu eftir að Ég braut næstum því á mér löppina eina helgina og svo helgina eftir það, sparkaði Arna í áldós,með þeim afleiðingum að hún datt aftur fyrir sig og brákaðist á hendinni, já Arna hefði átt að hlæja meira af mér!
laufey

Thursday, July 14, 2005

jæja þá

úff það er svo langt síðan að maður skrifaði síðast að það er ekki fræðilegur að maður geti sagt frá öllu... En já ég og Lubban erum semsé fluttar úr hreysinu og komnar í risíbúð í heldri manna hverfi þar sem nágrannar hengja upp þvott hvors annars og hlæja saman, ekkert jógúrtdrullumall frá bitrum mæðrum. Þetta er mjög upplífgandi umhverfi verð ég að segja. Já já það hafa verið nokkur partý og svona en allt á rólegu nótunum samt, svo er maður farin að elda klúbbsamlokur hægri vinstri og pönnukökur og ég veit ekki hvað og hvað, það er munur að hafa glugga í eldhúsinu nefnilega. vá hvað þetta er þurrt og leiðinlegt maður, en allavegana Abba og Lubba eru hressar á Smáragötunni... Verð að komast í æfingu aftur og reyna að skrifa eitthvað meira. Þangað til seinna Arna Björg.
P.s Allir eru komnir heim úr víking og það er reunion partý á morgun!!!! Eftir það hefur maður örugglega sögur að segja... ojbarasta verð að hætta!