Sól og blíða
Ennþá skín sólin og allir í kringum mann farnir að breytast í einhverja hottintotta sem er bara hið besta mál. Ég ætlaði að freystast til að fá smá brúnku í andlitið um helgina og ákvað að leggja mig út á svölum hjá foreldrunum á laugardaginn, mömmu leist ekkert á blikuna og breiddi viskustykki yfir andlitið á mér þar sem ég lá þarna sofandi, þannig ekki varð liturinn mikill eftir það en anyways... Ég og Lubba vorum úti í gær frá því eftir vinnu til klukkan tólf, byrjuðum á Austurvelli og fórum svo í Nautholtsvíkina. Á Austurvelli var einhver glataður gospelkór að góla einhver trúarkvæði, reyna að bera út boðskapinn eða eitthvað, ég held nú samt að enginn hafi verið að hlusta á þau þannig þau hættu bara og óskuðu þess örugglega innst inni að hafa aldrei fengið þessa bjánalegu hugmynd. Í Nautholtsvíkinni var svo eitthvað skátamót í gangi og einn unglingsstrákur var að reyna að hrista upp í liðinnu með einhverri ömurlegri tónlist, og við, eins ömurleg og við erum, rönkuðum við okkur þar sem við vorum að gera grín af einhverjum 12 ára skoskum stelpum sem voru ekki að gera neitt nema dilla sér og reyna að skemmta sér í sólinni, en kommon þær voru samt svoldið hallærislegar... já enmitt. Svo skutlaði Bjössi frisbídisk í andlitið á einhverri stelpu og hún var með teina þannig það hefur ekki hjálpað til, ég sá þegar diskurinn kom fljúgandi í andlitið á henni og ég get bókað að hún meiddi sig meira en hún lét uppi og hefur örugglega farið að gráta og heim í fýlu eftir að Bjössi var farinn. Djöfull langar mig í grillaðar pulsur í kvöld, kannski ég plati Lubbuna með í Hljómskálagarðinn eftir vinnu, ég nenni allavegana ekki á Austurvöll og liggja í rónapissi og hlusta á drottinskvæði. Jæja best að fara qað vinna eitthvað. P.s Lubban fékk þá snilldarhugmynd að fara á pubquiz á Grand rokk á föstudaginn, ég fór á svoleiðis í Hannover hérna um árið og það er drulluskemmtilegt, það er líka bjórkassi í vinning þannig þá er maður búin að redda áfengi fyrir helgina, vúhú!!!! ég hef fulla trú á að ég og Lubba rústum þessari keppni, ef ekki þá bara fokk it, við erum ekkert tapsárar.