nóttin er alltaf ung á óðinsgötunni...

Friday, February 24, 2006

FIRE





Myndir frá Onella






Já hérna sjáiði fyrst mideval survivor töffarann, hann var svoldið heitur fyrir Lubbunni, bauð henni að koma með sér á móturhjólið, og heim að drekka viskí, en svo óð hann bara í kellingum þarna þannig við hættum að tala við hann, flott mullet segi ég nú bara!! Svo eru tvær myndir af Dalton gæjanum, hann var líka hress á því

Myndir



Myndir





Onella

Júhu við kítum aðeins út í gær og hittum ansi skemmtilegt fólk, Laufey kannski skellir inn myndum seinna, en allavegana við hittum þennan líka svakalega móturhjólatöffara sem er meðlimur í mideval félagi, ekki bara það heldur er hann líka fyrrverandi Malasíu survivor kappi, ég spurði hann af hverju honum var hent af eyjunni og sagði hann ástæðuna hafa verið að hann var of sterkur, og allir aðrir óttuðust hann af því hann var sá eini sem gat kveikt eld... já hann semsagt var nýkominn úr partyi þar sem enginn annar en Matti Nykänen var að spila, hann sýndi okkur myndir af Matti og sagðist geta arrangerað fundi fyrir okkur, ef við hefðum áhuga á að hitta Matti... "yes I'm a friend of his,don't like him too much, he has a problem with the knife you know..." Jább vorum búnar að heyra aðeins af því. Svo var líka þarna einn af hinum svokölluðu finnsku Dalton bræðrum, þeir eru 5 eða eitthvað og allir í jailinu nema þessi eini, og hann var að hössla einhverja Big brother gellu sem var svoldið stressuð yfir því að Laufey væri að taka myndir...
Enn og aftur þá klikkaði djöfulsins lyklakortið mitt í gær, og ég hefði frosnað til dauða ef ekki væri fyrir Mariu herbergisfélagann minn sem kom og opnaði fyrir mér, ég bara skil þetta ekki það hefur ENGINN lent í þessu hérna en ég er búinn að lenda í þessu 4 sinnum, hvernig væri bara að nota venjulega lykla, ekki eitthvað djöfulsins kort!! Úff ég er farinn á subway, hey Laufey settu inn myndir...
Arna Björg

Thursday, February 23, 2006

Myndir





Myndir





myndir





Tourists for a day... hey hey hey

Já ég og Laufey ákváðum í dag að kíkja aðeins útfyrir hverfin okkar hérna í Helsiki og tókum dágóðan göngutúr niður á höfn og þar í kring, því miður er hafnarmarkaðurinn aðeins til hádegis þannig ekki gátum við skoðað hann en loksins fundum við gömlu kauphöllina þar sem seldur er allskonar gourmet matur, aðeins of gourmet fyrir okkur, en samt gaman að skoða, jább við kíktum líka á dómkirkjuna, svo reyndum við að labba áhugaverðar götur. Þessi göngutúr kveikti í okkur mikla þrá að vera hérna í sumar, hangandi í einhverjum garðinum umkringdar trjám... bara kertaljós og rómantík... En já annars er að ganga einhver pest hérna í Helsinki fólk liggur með 40 stiga hita í móki og hóstar, við höfum hugsanlega fengið snert af þessari pest hérna en til að hún nái sér ekki bólfestu í okkur ákváðum við að skella í okkur smá jagermeister enda hef ég lært af fróðum mönnum að það sé allra meina bót. Svo er víst svona saying hér í Finnlandi að ef þú ert veikur og hvorki áfengi, sauna, né eitthvað þriðja, man ekki hvað það er, lækni þig ekki þá muntu deyja... Hmmm áhugavert, allavegana við tækifæri, ef þessi djöfulsins blogger ætlar að virka einvherntímann þá setjum við inn myndir!!
Arna og Laufey

Tuesday, February 21, 2006

einsog heitar lummur!!










nú er vetrarfrí í skólanum í viku og ég og arna erum bara bunar að taka því rólega.Í dag bakaði ég gómsætar lummur með kaffinu og arna koma með súkkulaði.Hérna eru nokkrar myndir af atburðinum. svo vildi arna endilega taka myndir af skápnum sem við geymum diskana og glösin,voða sniðug innrétting.
Laufey

Sunday, February 19, 2006



svo misskilin

jæja típískt, nottulega eina viðtalið og eina myndin sem birtist af manni á netinu þarf að klúðrast og ég er einsog fáviti í viðtalinu og á myndinni líka,ég ætla bara aðeins að leiðrétta þennan texta sem stendur við myndina, ég sagði "i like different clothes" ekki "i try to look a bit different" dísesss kræst einsog ég sé einn heljarins rembingur í að "look different" BULL OG VITLEYSA!! lubban voða tískó í finnlandi

þjóðarsálin


fórum og hittum inku, og kom upp úr krafsinu að afi hennar var virtur sálfræðingur hér í finlandi og einn af kúnnum hans var matti nykanen,maður á víst ekkert að vera að hlægja að greyi manninum þar sem hann er þroskaheftur,ofvirkur með athyglisbrest og drekkur stíft oní lyfin sín.Slúðurblöðin hérna eiga til að borga drykkjutúra fyrir hann og kellinguna hans með von um scandala að þeirra hálfu sem hægt er að skrifa um einsog er,er matti staddur á kvikmyndahátíð í berlin,eflaust að gera skandala,en við sáum ákkurat í dag mynd af honum öskrandi með hálfopin augun,en því miður skildum við ekki fyrirsögnina. Núna vitum við af hverju hann stakk manninn og lenti í jailinu, hann og kellingin voru á bar og kellingin sem nota bene er millionare sausage empress og alls ekki mikið fyrir augað. Hún var þarna semsagt dauð á barnum og í einhverju dillusional brjálaði hélt hann að besti vinur sinn væri að reyna við hana og stakk hann. Hér fyrir ofan er mynd af glæsihjónunum,takið eftir drykkjubólgnum andlitinum.
Svo höfum við heyrt af einum luuseri í pori, hann er félagi í MENSA sem er félag fólks með greindarvísitölu yfir meðallagi. Hann sér sig knúinn í hverri viku að skrifa í "velvakanda" tilkynnningar um hvort ekki sé hægt að taka tillit til ofurgáfaðs fólks þegar valið er sjónvarpsefni og bíómyndir og allt sem hann getur tengt og troðið því inn hversu ofurgáfaður hann er,en allir vita það og er nákvæmlega sama, þannig hann er hálfgerður brandari.
Við höfum tekið eftir mjög svo sérkennilega klæddum stelpum/kellingum/fríkum,sérstaklega á lestartöðunum og hpfum lengi og vel pælt í því hvað sé málið. Þær klæða sig í kjóla sem minna helst á miðaldir en líta út fyrir að vera offitusjuklingar undir áhrifum gotharatískunnar. Þetta eru semsagt ofurnördar sem taka lestina til næsta skógar og fara í real life role playing með sveðjur og læti og endar víst með allsherjar orgíum. Þetta er víst svipað dungeons & dragons kryddað með witch craft og kynlífi og svo nátturulega að þau lifa í þessu rugli og líta út einsog aalio (þroskaheft). Talandi um ofurnörda,held að það sé ekki hægt að vera meira nörd,næst þegar ég fer á lestarstöðin skal ég taka mynd þetta er magnað stöff.
við fórum á á einhvern bar herna sem heitir Ettoja,hann er svona mest svipaður sirkus,svipuð stemmnging og svipað fólk. kíktum svo á "kjötmarkaðinn" sem er bar sem heitir lost and found, og er þekktur fyrir hösstlrassíur,kjallarinn er pínulítill, strope og blacklight,þannig rétt útlit fólks skerðist og ljótustu tyrkjakallar sjást þar í djörfum dansi með ofurdrukknum finnskum pæjum,svolítið sleazy þannig við héldum okkur á efri hæðinni. Við fundum líka góðan pizzastað,pínulítill og heitir kaffi la luna og við vorum einu gestirnir og eigandinn bauð okkur upp á kaffi og spjölluðum í dágóðan tíma, hann var undrandi að heyra hversu fáir íslendingar eru og lagði til að bið mundum hætta í skóla og "make babys" hann var ekki hrifinn af því að við vorum í skóla og sérstaklega ekki að vera business woman "thats no good,stay home make babys".
laufey og arna

Tuesday, February 14, 2006

Matti Nykänen!!



Þetta er hann Matti Nykänen, hann er víst aðal djókið hérna í Finnlandi svipað og Ástþór eða eitthvað. Hann byrjaði ferilinn sinn sem skíðastökkvari þegar hann var 18 ára og var nokkurskonar undrabarn vann heimsmeistaratitla og guð veit hvað, hefur víst aldrei komið fram annar eins skíðastökkvari, en núna er hann bara einn allsherjar Luuseri eins og sagt er hér. Það kom víst uppúr krafsinu að á meðan hann var stökkvandi fyrir finnska landsliðið var hann alltaf blindfullur og á endanum var hann látinn hætta. Mamma hans er umboðsmaðurinn hans og sá hún sig knúna til að gera eitthvað fyrir stráksa sinn og startaði því tónlistarferli fyrir hann. Hljómsveitinn hans hét Samurai og söng eitthvað glatað drasl um skíðastökk og ömurlegheit, nema það að Matti er víst hæfileikalaus og laglaus og náttúrulega fyllibytta, það er mörgum Finnum minnisstætt þegar Matti steig fyrst á svið í einhverju Casino hér í bæ, hann greyið hélt að fólk væri komið til að heyra hann syngja, en nei nei þá var mamma gamla búin að selja strákinn í stripp, svo er Matti í beinni útsendingu að syngja í míkrafónin þegar eldheitur strippari kemur til hans á sviðið og fer að nugga sér upp við hann og klæða hann úr buxunum... Matti greyið gat víst ekki leynt undrun sinni og fer að grenja þarna fyrir framan alþjóð að reyna að hysja upp um sig buxurnar... En þetta varð engu að síður byrjun á strippferli hjá Matti... Svo í einhverju ölæðinu þá stingur Matti vin sinn með hníf og er stungið í steininn, daginn eftir að hann kemur úr jailinu þá stingur hann þáverandi konu sína með hníf og svo vin sinn með gaffli á veitingastað... Svo í örvæntingu til að eignast peninga þá kemur hann í sjónvarpið með verðlaunapeningana sína og segir að safn í Sviss sé búið að bjóða í peningana sína en þar sem hann sé finnskur að þá finnist honum rétt að finnska þjóðin kaupi af honum peningana fyrir 100.000.000 finnsk mörk, svo peningarnir hans geti verið "heima" en ekki í Sviss, hann semsagt startar þjóðarsöfnun en ekkert kemur úr því og á endanum neyðist hann að gefa þá frá sér og fær skitinn 1000 finnsk mörk fyrir. Það eru víst vikulegar fréttir af matti hérna í blöðunum, sögur af fylleríisruglinu hans. Þáverandi kona hans frétti það fyrst í slúðurblöðum að Matti væri búin að yfirgefa hana og giftast eistneskri hóru sem hann hafði átt í sambandi við á netinu... Það vierðast ekki vera nein takmörk fyrir því hversu pathetic þessi greyið maður getur verið... En bara svona sem ráð, að ef þið eruð einhverntíman stödd í Finnlandi með Finnum og það er vandræðaleg þögn þá spyrjið þið bara "So hey what is about this Matti Nykänen dude". Þá er sem skrúfað sé frá krana... Það er víst mikið af skrítnum selebum hérna, ég ætla að verða mér úti um fleiri sögur. P.s Það er víst búið að gera mynd um Matti, og heitir hún "Matti" Myndin sýnir hann samt skárri en hann er í rauninni, mér er sagt að það sé gert af því hann er ennþá lifandi... En hugulsamt...
Arna Björg

Thursday, February 09, 2006

olet hyyva vitsi!

já ég kann sko að móðga fólk,er eftir samt að prufa að segja þetta:"olet hyyva vitsi" "juust joo" "aivan" sem þýður "þú ert góður brandari" "yeah right" "exactly".
ekki lengi að læra þetta. ég og arna fórum í heimapartý með finnskum bekkjarbróðir minum og þar voru einungis finnar,pffffft við erum snobb fyrir skiptinemum það er nú meira annyway í partýinu var farið í drykkjuleiki og salmiaki látið ganga. svo var farið á bling bling kvöld á studio 51, sem er rosalega stór og fínn klúbbur en við stoppuðum stutt við þar,þar sem við kjósum að vera á litlum og skítugum börum. Það er farið að hlýna, í dag er aðeins -11,hva það er ekki neitt!
laufey

Tuesday, February 07, 2006

No end to the COOLNESS

Þetta kuldakast hérna ætlar engan endi að taka!! Það er búið að vera um og yfir -20 gráður hérna síðan á fimmtudaginn, þetta er komið gott segi ég, annars tala Finnarnir um það að þetta sé ekki eðlilegt, skipasiglingar og lestarferðir liggja meira að segja niðri sem er ekki algengt hérna. Við Laufey kíktum á hokkíleik í gær, bekkjarbróðir hennar er í marki og var að keppa, hann var svo vinalegur að hann sótti okkur á bíl og skutlaði okkur á staðinn. Við hefðum hvort sem er aldrei fundið þessa höll, hún er í einhverju úthverfi sem er inní í skógi eða eitthvað, þegar við vorum að keyra þarna um í snæviþökktum skóginum þá segir Finninn "now girls I´m gonna take you deep into the forest and shoot you" Það var svo ógeðslega fyndið!!! Af því við vissum ekki skít hvar við vorum. En kuldinn þarna í skóginum var ÓBÆRILEGUR það er víst kaldara inni í skóginum en í bænum... Já svo heyrði ég sögur af tveimur skrítnum listamönnum hérna annar tók upp video af sjálfum sér þar sem hann var að drepa köttinn sinn og reið svo kattarlíkinu... Fuckt up shitt segi ég nú bara, þetta átti víst að vera einhver ádeila eða eitthvað þvíumlíkt á frasann að allt sé leyfilegt í listum. Svo var það annar sem safnaði öllum líkamsvessum frá sér sem hann náði til, kúkur, piss, sæði, blóð... og setti þetta allt í blandara, svo á opnuninni þá skvetti hann þessari manndrullu út um allt. Ojbarasta, en jæja ég er farin að þvo, kannski Laufey skelli inn myndum af hokkíferðinni þegar hún fær þær.
Arna Björg

Monday, February 06, 2006

Tékkað á Kallio

Halló halló... Við hittum loksins myspace vinkonu hennar Laufeyjar á laugardaginn, Við hittum hana á lestarstöðinni og hún fór svo með okkur til Kallio sem er gamalt verkamannahverfi hérna í Helsinki, það er víst aðalstuðið þar um helgar... En já við kíktum þarna á einn bar og hún kynnti okkur fyrir kærastanum sínum og bestu vinkonu og kærasta hennar, svo hittum við líka tvo aðra vini hennar, annar var eldri maður um kannski fimmtugt, prófessor í eiturefnafræði og háskólakennari, rosa skemmtilegur og hress kall, hann bauð okkur að koma með sér á ísfisksveiðar, en hann fer 2 í viku og tékkar á netunum sem hann er búin að koma fyrir undir ísnum, allavegana það fyrsta sem hann sagði við okkur var "ahhh you´re from Iceland, I´ve yet to meat a shithead from Iceland..." Svo var þarna annar maður sem hafði komið í dansskónum sínum eins og hann sagði þannig að það var ákveðið að fara í miðbæinn á svona underground stað sem heitir turkoosi sem þýðir Tyrkland, allavegna staðurinn lítur út eins og lítil pizzería en niðrí í kjallara er spiluð svona gamaldags danstónlist og fólk dansar og twistar, Dj-arnir spila bara vinyl plötur og eiturefnafræðingurinn sagði Laufey alla sólarsöguna með þá tvo, þeir taka víst starfið sitt rosa alvarlega og það er illa liðið ef fólk biður um óskalag... Allavegana þetta er það sem við erum að leita af hérna, einhverjir svona litlir underground staðir þar sem maður hittir skemmtilegt og áhugavert fólk... Þannig við erum rosa ánægðar að hafa kynnst þessu fólki og vonandi hittum við þau aftur, þau eiga víst eftir að sýna okkur meira... En þannig laugardagurinn var frábær, Laufey lenti samt í smá stimpingum í lestinni þegar einhver svona fullur dýraverndunarfanatík fór að böggast yfir pelsinum hennar, það var búið að segja við Laufey að segja að pelsinn væri fake ef einvher myndi spyrja, því það er víst mikið um svona dýraverndunarsinna hérna, allavegana Laufey sagði að pelsinn væri fake, en maðurinn lét ekki segjast og pikkaði í jakkan þannig að hann fékk smá skinnbút sem hann stakk uppí sig og smakkaði á svo segir hann NEI þetta er ekki fake!! og fer svo að lykta af pelsinum og segir svo að þetta sé kanínupels, ég bjóst næst við að hann myndi hrækja á Laufey eða eitthvað en hann lét þetta duga og fór í burtu sem betur fer... Svo erum við líka búnar að kynnast ansi steiktum gaurum hérna sem koma frá bæ sem heitir Pori og það eru margar sögurnar sem maður er búin að heyra af Finnum sem missa vitið. Það er víst ekki svo óalgengt hérna að fólk missi vitið við og við, sérstaklega ef fólk lendir í erfiðum aðstæðum, er dömpað eða eitthvað þá er tekið allsvakalega í flöskuna sem endar oftar en ekki í allsherjar rugli... Og svo er búið að segja okkur að sagan um Finnana, að þeir opni sig á sumrin, sé sönn, þannig allir hafa mælt eindregið með því að við verðum hérna áfram í sumar, við sjáum hvað setur með það... Annars eru engar myndir núna því Laufey er eitthvað treg að taka myndavélina með sér, vill ekki líta út eins og túristi, en hún er búin að lofa að taka hana með seinna... Þannig þetta er allt í bili.
Arna Björg