nóttin er alltaf ung á óðinsgötunni...

Friday, May 27, 2005

Bla bla bla

Jæja þá allir hressir? Lubban sötrar líkjör með mömmu sinni og ég sit hérna með ekkert betra að gera en að skrifa eitthvað á þetta blogg, hvernig er með þessa sambýlinga eru þeir svona rosa uppteknir alltaf að þeir hafa aldrei tíma til að skrifa neitt. Ég hélt að þetta væri samstarfsverkefni... Arrogant bitches! Nei djók. Eva tók sig til í gær og eldaði pastaréttinn sinn handa okkur og mamma fann hvítlaukslyktina af mér þegar ég kom í heimsókn í kvöld. Eva kann sko að saxa hvítlaukinn það er ekki hægt að segja annað. Annars var ég að skoða heimasíðu um misheppnaðar lýtaraðgerðir á frægu fólki. Hvað er að þessu liði, það er fullkomlega eðlilegt í útliti og fer svo og breytir sér í einhver frík, til dæmis veit ég ekki í hvað Tara Reid er að breytast, það voru fullt af myndum þarna af henni og díses hún er viðbjóður, VIÐBJ'OÐUR, eftir milljón fitusog á maganum þá eru búnir að myndast svona lumps hér og þar og melónurnar sem hún er með framan á sér eru farnar að síga niður á nafla og allt er bara ógeð. Verra en þetta finnst mér samt svona einstæðir millakarlar sem neita að eldast og fara í strekkingar og skegglitun mörgum sinnum í viku, fá sér botox og sílíkon í varirnar, ég sá einu sinni þátt sem heitir Hollywood man og þá var tekið viðtal við einn svona mann, hann leit út eins og mamma hans sylvester stallone nema með skeggrót sem N.B náði aftur fyrir eyru vegna allra strekkinganna sem hann hafði farið í. Svo er víst orðið rosa heitt úti núna að gaurar með manboobs fari í manboobs minnkun, hvað er að ykkur, fávitar! Ef ég væri lýtarlæknir og væri farin að stunda brjóstaminnkanir hjá einhverjum hégóma millaköllum þá myndi ég ganga út í sjó held ég bara, að vera kannski 10 ár í skóla til að enda í svona rugli. Nei takk. Ég og Laufey vorum einmitt að tala um svona manboobs um daginn og ég held að staðreyndin sé sú að ef þú ert maður sem þjáist vegna broddanna þinna (oj ógeðslegt orð en samt lýsandi...) þá tekur fólk frekar eftir þeim og fer að vorkenna þér, ekki endilega vegna broddanna sjálfra heldur vegna þess hversu meðvitaður þú ert um þá. Það má færa þetta uppá allt held ég, skalla, fitu, osfr. Ef það böggar þig ekki þá tekur fólk ekki eftir því. Ég meina það segir enginn djöfull er Helga Braga feit eða sjáðu ógeðslegu manboobsin á Rassa prump, af því þeim er nákvæmlega sama, þetta virðist ekki þjá þau neitt, enda ekki ástæða til. Ég man einu sinni þá var ég að vinna með stelpu sem var með skarð í vör og hún var alltaf að talu um hvað hún hataði það og ætlaði að drepa sig henni leið svo illa útaf því, þá auðvitað tók maður meira eftir því en ella. Svo horfði ég á Morfís einhverntíman og þar var gaur að halda ræðu og ég tók ekki eftir því fyrr en löngu seinna að hann var með skarð í vör, hann var greinilega ekkert að láta þetta bögga sig og var bara hress, þar af leiðandi tók maður ekki eftir þessu.... Anyway hjálpi mér hvað ég er þreytt, með ónýtar linsur og sé ekki á lyklaborðið, þetta er nú meiri vitleysan, farin að sofa.
Arna Björg

Thursday, May 19, 2005

Gaman á Óðinsgötu

Já helgin segiru Maggi, hún var bara fín. Eftir þriggja vikna pásu var komin tími á alvöru fyllerí. Á föstudaginn var fámennt en góðmennt á Óðinsgötunni svo var haldið í afmæli til Evu Kaaber og Gunna. Það var fínt, fólk í stuði og þar fékk að heyra í fyrsta skipti andvarpið ógurlega... Fannst það semt ekki það merkilegt, þarf að hlusta á það í góðu tómi segir Eva, ég geri það örugglega. Svo var bara farið í bæinn, á sirkús náttúrulega, hvað annað, og svo bara, já það er nú það vaknaði slatti af fólki á Óðinsgötunni og engin var engu nær um restar kvöldsins. það voru þó ummerki þess að eitthvað spjall hafi átt sér stað inn í eldhúsi, glös á borðum og jakkar á stólum og svona en eins og gengur og gerist þá man engin neitt. Ég Lubba og Elvar stungum upp á því að fara á kojufyllerý á laugardaginn, þar sem allt myndi hvort sem er loka svo snemma. Þetta kojufyllerý breyttist svo bara í skemmtilegasta partý sem ég hef farið í lengi. Þakka bandbrjáluðu kellingarálkunni sem býr á móti okkur kærlega fyrir innleggið, kom skemmtilega á óvart og hristi upp í fólki. En semsagt þegar líða tók á kvöldið var fólk orðið ansi hresst, kannski er það að þakka carbombinu hans Elvars, maður veit ekki. Það var dansað og sungið og svo framvegis. Það var svo ákveðið að fara upp í klink og bank og Laufey klæddi Elvar í föt af sér þannig hann leit út eins og 14 ára boytoy á spítti. Við öll liðum um dansgólfið sem í draumi þar til mér og Laufey skrikaði fótur og ég datt ofan á hana og hún skallaði gólfið, ég man bara eftir rugluðu hræðsluaugnaráði ***"ég held ég hafi rotast"***... Svo fann ég gamlan bekkjarfélaga og bauð honum í eftirpatý sem var haldið sérstaklega til heiðurs brjáluðu kellingunni, nema hvað hann pikkaði upp 2 ógeðslega lúða Ameríkana, af vellinum held ég, sem voru sko heppnir eða þannig, litu út eins og vanþroskuð fóstur annað aðeins ljótara en hitt og hitt aðeins feitara. Ojbarasta, eftir að hafa hundsað þá í nokkurn tíma létu þeir sig hverfa. Á sunnudaginn kíktum ég Laufey og Elvar í bíó, á gargandi snilld, hún var bara ansi skemmtileg. Við ákváðum svo að kíkja aðeins á barinn, en vorum samt aðeins sein fyrir sem orsakaði röð andskotans og ég þakka fyrir að ég var ekki í glasi þarna því þá væri ég örugglega lurkum lamin, eða í gæsluvarðhaldi fyrir líkamsárás. "Ef þið meikið þetta ekki fariði þá bara eitthvað annað" -smeðjulegt glott....- " já já farð þú bara í GÖRN!!!!
Jæja er farin að horfa á júróvisíon. Áfram Selma hirðfífl.
Bless í bili Arna Björg

Friday, May 13, 2005

Prófin Búin!

Jæja ég vaknaði klukkan sex, skvetti kaffi í grímuna og fór svo upp í skóla. Þetta próf steinlá get ég sagt ykkur, djöfull massaði ég þetta maður, drulluþétt á kantinum bara hahaha. Nei nei, bara smá grín til heiðurs lærdómsfélugum Laufeyjar, sem eru alltaf hressir og massa allt hægri vinstri. En semsagt prófin búin og sumarið loksins komið. Eva, Jónína og Maggi komust öll inn í LHÍ þannig húrra fyrir þeim öllum, fyrir þeim verður skálað í kvöld... ! Ég mun flytjast aftur á Óðinsgötuna frá og með deginum í dag, og mun reyna að njóta þessara síðustu daga í kitrunni til hins ýtrasta... Talandi um það þá þyrfti ég að drífa mig sem fyrst bara, þar sem Helga systir er með hundana sína í heimsókn hérna uppí holti. Og ef ég þekki mig rétt þá fer að skella á allsherjar ofnæmi sem þýðir að ég verð ekki húsum hæf, þannig bless bara núna, og góða helgi.
Arna Björg

Tuesday, May 10, 2005

Appelsínugula fólkið

Í óendanleika leiðinda minna hérna við lærdóminn fór ég að skoða skemmtistaðaheimasíðurnar, og myndirnar á þeim, skoðaði þó aðallega vegamót og hverfisbarinn, sleppti alveg sólon. Hvað er málið með appelsínugula litinn á mörgu af þessu fólki. Fattar fólk ekki að ef þú nauðgar ljósabekkjum þá verðuru ekki hraustlega og fallega brúnn, þú verður útfjólubláa glóandi appelsínugulur. Er það rosa flott að vera appelsínugulur, með hvítar sleggjur undir höndunum og svona, meðal annars. Nú fyrir utan að þú ert að byggja þér upp lager af fríum radikölum sem geta skemmt hvað sem er inn í þér, og allt til þess að líta út eins og gulrót. Ég skil þetta ekki. Eftir svona ljósabekkjanauðganir fær fólk einhverntímann sinn eðlilega lit aftur, eða snýst þetta upp í lífstíðarmaníu að verða alltaf "brúnni og brúnni". Ég sat við hliðana á einni svona appelsínugulri konu um daginn og önnur var að hrósa henni hvað hún væri brún og sælleg, nema hvað appelsínugula konan sagði, "nei, allur liturinn er eiginlega farinn, ég er ógeðslega hvít" Ég meina, hvað er ég þá? Ég er svona 20 tónum ljósari en hún. Ég hlýt bara að vera gegnsæ eða eitthvað...
Sjáum til hvernig sú appelsínugula verður um fimmtugt, með andlit einsog uppþornuð sveskja sem hún þarf að sparsla meiki í til að líta sómasamlega út, reynir svo að draga athyglina frá uppþornuðu hrukkunum með því að fá sér sílikon í varirnar og varalita þær neonbleikar.
Ekki amaleg skvísa þar...
Jæja nóg af bulli. Eva á að fá að vita í dag hvort hún komist inn í skólann, mjög spennandi allt saman, kannski maður hringi í hana og tékki á þessu, bless á meðan.
P.S sé ykkur á barnum um helgina VúHú!!!!
Arna Björg

Saturday, May 07, 2005

Helvítis snooze takka djöfull !!!!

Ég vaknaði kl. 08:28 í morgun og átti að vera mætt í próf kl. 08:30. SHIT!!! hugsaði ég og stirðnaði náttúrulega upp og gat ekki hreyft mig, eitthvað sem kemur alltaf yfir mig í svona kringumstæðum. Ég sem ætlaði að vakna kl. 06:00 og fara yfir glósur og fá mér kaffi og svona rólegheit. Nei nei, bara beint út, hafði ekki einu sinni tíma til að finna mér sokka hvað þá að fara á klósettið... Prófið gekk nú bara samt skrambi vel og þakka ég því adrenalínbombunni sem ég varð fyrir þegar ég leit á klukkuna. Allavegana 2 búin og 2 eftir. Laufey ætlar að sækja mig á eftir og við ætlum á Óðinsgötuna að svæla burtu drauginn og taka til...
Hvernig ætli gjörningurinn hennar Evu hafi gengið??
Farið varlega í djamminu...
Arna Björg

Friday, May 06, 2005

Sömu skrif á sama tíma

Ég er farin að halda að samband okkar Laufeyjar sé eitthvað skrítið... Sækadellik man!!!
Arna Björg

"White noise" hræðir Evurnar

Ég var að fá símtal frá henni Evu, þar sem hún var að segja mér frá reynslu hennar og Evu kaaber á óðinsgötunni fyrr í kvöld. Þannig er mál með vexti að Eva er að setja saman atriði fyrir inntökupróf í LHÍ, og hún var á óðinsgötunni að taka upp lög á tölvuna hennar Evu Kaaber. Þær eru bara tvær heima og það er alveg þögn á meðan á upptökunni stendur, nema þegar þær hlusta síðan á upptökuna þá heyrist bankað þrisvar, eitthvað sem heyrðist ekki þegar á upptöku stóð, svo þær reyna aftur og hlusta svo á ný. Þá heyrist hart manneskjulegt andvarp á upptökunni, svona andvarp sem maður gefut frá sér þegar maður er alveg að kafna. Þetta var víst mjög svo raunverulegt og þess vegna gátu Evurnar ekki verið lengur á Óðinsgötunni og hröðuðu sér út, svo hringdi Eva í mig til að segja mér þetta og henni var verulega brugðið. Þær eru ekki búnar að taka yfir upptökuna og ég ætla að hlusta á þetta á morgun... Ég hringdi svo auðvitað í Laufey og hún sagði mér að svona lagað kallast víst "white noise". Elvar veit víst eitthvað voða mikið um "white noise" og ætlar Laufey að bera þetta undir hann og sjá hvað hann segir. Að hugsa sér kannski, þegar ég og Laufey sofum værum svefni, er einhver ólukkans andi, sem kemst ekki í "sumarlandið", bograndi og dæsandi yfir okkur?? Svoldið óhuggulegt allt saman. Við erum að pæla í að láta upptöku ganga alla nóttina og athuga hvort eitthvað krassandi komi út úr því, en andaglas er ekki inn í myndinni það er nokkuð ljóst... Jæja best að halda áfram að gera eitthvað, bless í bili.
Arna Björg

WHITE NOISE Á ÓÐINSGÖTUNNI!

jæja nú er komin sönnun þess að draugar búa á óðinsgötunni, ósköpin eru tekin upp á kassettu! Ég var bara að fá símtal um það efni að evurnar voru á óðinsgötunni að taka eitthvað upp á segulbandstæki svo þegar þær hlusta á það heyrist bankað þrisvar sinnnum, svo á annari kasssettunni eða annarri hliðini heyrist stunur eða andvarp. ég veit samt ekki betur í stöðunni var bara að heyra þetta og er stödd í foreldrahúsum því ég veit að enginn mun koma nálægt óðinsgötunni í kvöld en eva mun skýra betur frá þessu. Ég býð spennt eftir að heyra upptökurnar. hvað er að ske þarna handan það sem við heyrum ekki? Arna kom með þá tillögu að taka upp heila nótt upp á segulbands tæki og gá hvort við heyrum eitthvað meira en jæja við komumst í botn í þessu seinna. Ég er farin að læra fyrir prófið á morgun,já einmitt einsog ég get lært núna! kom á besta tíma þessir athyglis sjúkir draugar.
Hin skelkaða laufey

Tuesday, May 03, 2005

Cheaters tv. já,nei????

Hefur einhver séð cheaters þættina á real tv? Ég er búinn að sjá nokkra og ég er alltaf jafn undrandi. Hvað er í gangi eiginlega? Einhver svartklæddur wannabe hasarfréttahetja er að bösta eitthvað aumingjas fólk í framhjáhaldi. Hvað gerðist hjá þessum manni sem fékk hann til að helga lífi sínu í að njósna um fólk í framhjáhaldi, sem koma honum ekkert við og bösta það svo á undarlegustu og mjög svo óþægilegum tímapunktum? Var svona illilega haldið framhjá honum að hann ætlar að hefna sín á öllum bara? Hvað er líka að fólki sem hringir í cheaters tv ef það grunar maka sinn um framhjáhald, er athyglisþörfin virkilega svona mikil hjá þessu fólki, heldur það virkilega að nú eigi þau eftir að lúkka kúl "það heldur enginn framhjá mér og kemst upp með það, ó nei!" Hvað sem þú gerir þú lúkkar aldrei kúl eða kemst á séns ef þú böstar maka þinn í cheaters tv. Og kynnirinn er alltaf mættur með upptökur af hinum og þessum ástarleikjum og er svo geðveikt samúðarfullur við "fórnarlambið" eins og honum sé ekki drullusama um þessa slömmara sem eru í þessum þætti. Því glataðara lið sem hann er með í þættinum því meira græðir hann, svo er hann alltaf að espa alla upp í slagsmál, "ætlaru að láta koma svona fram við þig?" "þú ert skíthæll sem heldur framhjá konunni sem elskar þig og hugsar um börnin þín"... Ef einhver myndi nú drepa einhvern þarna, þá fengi hann kannski vinnu á alvöru sjónvarpstöð...
Allavegana þegar ég kíkti á þetta í dag þá var kynnirinn að sýna
konu myndir af feita kallinum hennar og feitu vinkonu hennar í ógeðslegum og heitum ástarleikjum á heimili hennar. Svo voru ógeðin böstuð þegar þau voru að koma af take away chilli diner. Og vinkonan kom með þetta klassíska "ef þú myndir hugsa nógu vel um mannin þinn þá þyrfti hann ekki að leita til mín, bla bla bla" Og feiti ógeðslegi kallinn var bara "uhh ég vissi ekki bla bla prump ógeð". Það kom svo uppúr krafsinu að kallin var dópisti og kynlífsfíkill, hver væri ekki feginn að losna við svoleiðis, og aðfarir hans við vinkonuna í sófanum voru nú ekki uppá marga fiska, ojbarasta, þannig "fórnarlambið" má nú bara vera fegið að losna við þennan. Í öðrum þætti var fyrrverandi hóra og þáverandi tannlaus dópisti böstuð á skítamóteli af grey manni sem var borgandi allt undir hana, og hún bara að skemmta sér með einum gömlum og góðum, eða þannig... Æi ég bara skil þetta ekki, hvað er að þessum kalli sem stendur að þessum þætti, hvað gengur honum til? Svo lætur hann alltaf einsog hann sé doktor í sálfræði og sé að gera heiminum svaka greiða með því að upplýsa þessa hræðilegu "glæpi". Hann er bara eitthvað bilaður, illt í sálinni eða eitthvað, nóg um það.
Já Lubban bara beilaði á mér, ég var búin að bjóða henni hingað í Grafarholtið í pizzu og horfa á leikinn, en nei það var meira spennandi að vera upp í skóla að gera bókfærslu verkefni. Það mun sko líða tími þar til ég bíð henni eitthvað aftur, það getur hún bókað. Nei bara grín, ég ætla að fara að hitta stelpurnar á Óðinsgötunni bless á meðan.
Arna Björg

Monday, May 02, 2005

Dekur í heimahúsum

Ég dýrka systur mína, hún var að hringja og spyrja mig hvernig subway mig langar í, af því hún ætlar að kaupa subway handa okkur, eins og ekkert sé sjálfsagðara... Ekki nóg með að hafa afsökun til að taka sér pásu maður græðir líka subway. Hún klippti mig líka og litaði í morgun, sem part af prófi, og gaf mér þá kleinu og kókómjólk. Svo grillar pabbi læri og mamma bakar köku. Stundum er fjári gott að vera í heimahúsum, ég segi ekki annað...
Arna Björg

Sunday, May 01, 2005

1.Maí.

Ég man þegar ég var lítil þá vorum við systurnar alltaf dregnar af pabba í kröfugöngur. Ég man að það var alltaf vont veður, rigning og rok, svo húkti maður undir vegg hjá stjórnarráðinu að reyna að fá eitthvert skjól, hlustandi á einhverja fúla kalla halda leiðindarræður sem maður skildi ekkert í. Við löbbuðum nú oftast Hverfisgötuna í staðinn fyrir Laugarveginn til að forðast mannþröngina, veit ekki alveg tilaganginn í því að mæta þá í gönguna, á maður ekki að vera í aðalgöngunni? Mig langaði alltaf að halda á svona risafána eða eitthvað og ég held að vonin um að það myndi einhverntímann gerast hafi dregið mann aftur í gönguna ár eftir ár. Eftir gönguna var farið í verkalýðskaffi þar sem fúlu kallarnir voru mættir aftur og allt var á boðstólnum nema súkkulaðikaka... Allavegana þessir 1. maí dagar enduðu svo oftar en ekki með klippingu hjá Guggu frænku. Ég er rosa ánægð yfir því að hafa setið heima í allan dag og lært. Er samt meira búin að pæla í hvað sé stutt í skemmtilega sumarið sem er handan við hornið.

Eftir 12 daga verður rosa partý og fyllerí.

Eftir 16 daga byrja ég í skemmtilegri vinnu.

Eftir 29 daga flytjum ég og Laufey á Smáragötuna.

Og alla daga eftir það verður skemmtilegt... 7.9.13

Get ekki beðið. Jæja ég ætla að fara að slappa af eða eitthvað bless í bili... Arna Björg