nóttin er alltaf ung á óðinsgötunni...

Thursday, February 24, 2005

Gerðu þetta heima hjá þér!

Í gær var ógeðslegur gaur í strætóskýlinu með mér og Laufey. Hann var í alltof stuttum joggingbuxum sem voru girtar upp í heila og í stuttum jakka. Ég og Lubba vorum að veltast yfir því hvort við ættum að fara á árshátíðina eða nappa evunni með og fara bara 3 saman út að borða í staðinn. Þá prumpaði gaurinn silent but deadly eins og sagt er og þvílíka stybban, við vorum undir beru lofti samt þurftum við að forða okkur. Þegar við komum svo inn í strætóinn blasti ekki betra við, gaurinn fyrir aftan okkur var síborandi í nefið, og hvað gerði hann svo við horklessurnar? Klíndi þeim í sætið eða það sem líklegra er stakk þeim upp í sig og kjamsaði á þeim. Oj barasta, þegar hann var farinn út sagði Lubban "Djöfull held ég að það sé leiðinlegt að vera ljótur og leiðinlegur unglingur sem á enga vini". Svo í morgun sá ég ógeðslegu mæðginin á Lækjartorgi. Ég væri ekki að tala um það nema fyrir þær sakir að þau voru hlæjandi af tveimur japönskum stelpu túristum sem voru að spjalla saman. Þau að hlæja að einhverjum finnst mér bara út í hött... Nenni ekki einu sinni að segja fullt álit mitt á þeim. Ekki það að ég og allir sem ég þekki séu eitthvað fullkomnir og geri aldrei mistök en það eru bara viss prinsipp sem maður þarf að fara eftir ef maður vill fá að lifa í sátt og samlyndi í samfélagi manna, prump og bor í nef vegur ekki hátt, en ef maður er drulluþreyttur og svangur á leiðinni heim að éta vondar núðlur og hrökkkex þá skal svona fólk passa sig... :)
Arna Björg

Monday, February 21, 2005

Allt læst og kalt úti...

Eftir rólegheit á föstudaginn var tilvalið að fá sér smá bjór á laugardaginn. Systir hennar Laufeyjar og vinkona hennar kíktu á Óðinsgötuna og átti sér stað skemmtilegt spall. Fórum við svo og kíktum á nýja gallerýið hans Palla sem er í raun aðeins einn veggur í stofunni sem var búið að mála á mynd. Elvar heillaði marga með loftfimleikashowi á eldúsinnréttingunni. Bjórinn fór mjög vel í mig þetta kvöld og giska ég á að því sé að þakka lambalærisneiðunum sem pabbi grillaði á laugardagskvöldið. Félagar mínir gáfust upp hinsvegar og skriðu heim rétt eftir 3. Þegar ég var svo búin að fá nóg og sá rúmið mitt í hyllingum var bara allt læst og enginn með rænu til að opna fyrir mér hurðina að Óðinsgötu. Ég barði það mikið að núna er ég með marblett á hendinni. Ég var símalaus og peningalaus vafrandi þarna um Þingholtin. Fékk þá hugmynd um að banka uppá hjá gömlum "félaga" og fá að gista. Kannski ekki snilldarlegasta hugmynd í heimi en samt betra en að ráfa í reiðisleysi um Þingholtin til morguns. Jú jú ég fékk að gista... 'Oðinsgatan breyttist í eitthvað nördabæli í gær þegar Lubba elvar og evurnar sátu sveitt við stærðfræðijöfnur og skemmtu sér ágætlega held ég bara. Kannski er þetta það sem koma skal. ? Jæja best að drífa sig í tíma Bob lætur ekki bíða eftir sér frekar en fyrri daginn. Þangað til síðar... Arna Björg

Friday, February 18, 2005

Var að koma úr skemmtilegri ferð af ísótóparannsóknarstofu Landsspítalans. Þar eins og á svo mörgum vinnustöðum er haft brauð og bakkelsi á kaffistofunni á föstudögum og fengum við að njóta þess svo um munar. Ostar, vínber, kökur og kleinur og auðvitað kaffibolli inn á milli. Merkilegar þessar rannsóknir. Fólk er sprautað með geislavirku efni sem er merkt með mismunandi áhengjum og þá geislar það frá sér og hægt er að gera á því alls lags rannsóknir. Við fylgdumst til dæmis með beinaskanni á konu, hægt og bítandi birtist mynd af beinagrindinni á henni á tölfuskjá og mismunandi svæði geisliðu mis mikið... Nóg um það, hittum líka bráðskemmtilegan kall, örugglega læknir sem heitir Eysteinn, læknalegasti maður sem ég hef séð. Hann sagði okkur frá hagyrðingakvöldi á nasa, svo útskýrði hann muninn á beta og gamma geislum og sýndi okkur ýmis skönn og útskýrði þau á skemmtilegan máta. Hann talaði líka latínu og henti svo fram fyrriparti sem hann vildi að við botnuðum. Man ekki alveg fyrripartinn en það tengdist því að mjólka geislageit glaður á morgnana. Ása botnaði snilldarlega með því að hún vildi frekar vera í sólríkri sveit að hlusta á Svavar, Svavar gests það er, á rás eitt. Eysteinn sagði okkur líka frá áhugaverðum þætti sem er víst á laugardagsmorgnum á rás eitt einmitt, man ekki hver er stjórnandinn en Davíð Þór og Hlín Agnars mæta alltaf með einn gestinn hvor og svo er þetta spurningarkeppni um hagyrðinga, ljóð, raddir og þessháttar. Ég ætla einhverntímann að eiga þynnkulausann laugardagsmorgun í rólegheitunum og hlusta á þennan þátt. Annars veit ég ekki alveg hvað kom yfir mig fékk einhverja lærdómsbakteríu og er upp í skóla núna að læra og sé fram á að gera það í allt kvöld og það skrítna er að ég er ekkert pirruð yfir því, hef ekki minnsta áhuga á að fara á barinn og drekka mig til óminnis, ó nei! Bíst meiara að segja við að sofa í holtinu í kvöld... Allavegana sjáum hvernig það fer.
Vill líka þakka Ásu fyrir frábært heimboð í gær, pizzurnar voru snilld og pöffsurnar með ís og sýrópi alls ekki síðri!!!!
Góða helgi, helgi og allir hinir... Arna Björg

ha ha verð að hampa örnu fyrir góða sögu um kellinguna og afhjúpa það að ég varð doldið skelfd þegar ég sá titilinn þar sem ég hélt að þetta væru skilaboð til mín frá heimilinu.
Þegar maður er annars í strætó á morgnanna þá er maður einhvernveginn viðkvæmari fyrir svona almennings-nálægð. Mér líður alveg doldið eins og ég sé nýburi og megi ekki smitast af farandveirunni. Þá eru líka svona 16 mínútur síðan maður klæddi sig í föt og er enn að fatta hvað þessi dagur er að reyna að segja manni. Svo fæðist maður endanlega inní daginn þegar hausinn hrekur upp af framandi andfýlu..
Það alla versta við árlamorguns strætóferðir er þó að mínu mati þegar maður fær þá bölvun að hitta einhvern, sérstaklega svona haus úr fortíðinni sem maður hefur ekki séð lengi og á enga sameiginlega samræðustólpa.. boðar sérdeilis óhugnarlegt kurteisismal..
Ja stelpur ég segi að á mánudagsmorgun takiði Símonsleggjuna með í strætó og potið í kerlingargreyið og segið henni að stilla lífsklukkuna sína....veriði með svartar grímur með bara göt fyrir augunum....
góða helgidaga.
Eva Rún.

Monday, February 14, 2005

sofðu heima hjá þér kelling!

Stundum geta ótrúlegustu hlutir farið í taugarnar á manni.
Til dæmis er það ein kelling sem er alltaf með okkur Laufey í strætó á morgnana. Hún situr aftast í ljótum gori tex jakka og er alltaf steinsofandi með galopinn munnin. Maður finnur ekki andfýluna en maður veit að hún er þarna. Vanalega fer sofandi fólk ekki í taugarnar á mér nema það sé hrjótandi eða prumpandi, en það er bara eitthvað við þessa kellingu og mér finnst óþolandi að þurfa að byrja hvern dag á pirringi. Ég og Laufey vorum að pæla í að spreyja hárspreyi upp í hana næst þegar við förum út, eða slá hana hreinlega. Það ætti að kenna henni að fara fyrr að sofa á kvöldin og halda kjaftinum á sér lokuðum í strætó. Þú ert ekki ein í heiminum þarna kelling og hana nú.
Eigið góðan dag, Arna Björg.
P.s ég mundi vilja að lubban segði ykkur sína skoðun á téðri kellingu þannig að fólk vita að þetta er ekki bara ég...

Sunday, February 13, 2005

jæja þá

Jæja þá er þessi helgi runninn í sandinn og sömu spurningum enn ósvarað...
status quo eins og maðurinn sagði... :)
Fórum í Stúdentakjallarann á föstudaginn að "berja niður feðraveldið" skildum ekki alveg hvað fólst í þeirri staðhæfingu og skiljum ekki enn, enda var það ekki tilgangurinn. Fór í rólegheitum og kíkti á nýja herbergið hennar Hönnu á laugardagskvöldið, kíkti svo með þeim út og var edrú aldrei þessu vant. Gaman að vera meðvitaður um það sem gengur á í kringum mann, svona til tilbreytingar. Ætla að gera þetta oftar. Við stelpurnar höfðum lærdómsstund á Óðinsgötunni í dag, hituðu kaffi og súkkulaði með rjóma. Ég virðist vera sú eina sem slapp við martraðir í nótt. Lubbunni dreymdi draug með hníf sem var að sniglast fyrir utan hjá okkur og Evurnar dreymdi flugslys og vatnshamfarir. Þar sem Eva er vídeo fíkill er ég uppí Grafarholti að ná í mafíósamyndir, ætlum á næstu dögum að hafa mafíósamyndamaraþon.
Hef í raun ekkert meira að segja þannig sjáumst bara.
Arna Björg

Friday, February 11, 2005

Er uppí skóla að hangsa eftir tilraun, svona er lífið þessa dagana, tilraun, skýrsla, tilraun, skýrsla, tilraun, skýrsla... leiðir í ekkert annað nema tilraun, ritgerð, fyrirlestur, og vörn,
oh my god!!!!
Ætla samt ekki að hugsa um það núna svona rétt fyrir helgina. Þetta er samt lúmskt skemmtilegt verð ég að viðurkenna. Lubba var að hringja í mig með þær gleðifréttir að hún ætli að elda fiskrétt í kvöld, og eva ætlar að heiðra okkur með nærveru sinni í kvöldmatnum. Það sem Lubban veit ekki er að í skólatöskunni minni leynist rauðvínsflaska sem ég ætla að draga upp þegar ég heyri, "oh djöfull langar mig í áfengi" Ekki meira bjórsull á Óðinsgötunn. Nei, við erum vanir heimsborgarar og drekkum 1000 kalla rauðvín með fiski og hvítvín með nautalundunum...
Góða helgi Arna Björg

Thursday, February 10, 2005

satt eða logið?

Kíkti í mál og menningu í fyrrikvöld og keypti mér bók sem heitir the "contact has begun". Er þetta sannsöguleg saga blaðamanns sem var tekinn um borð í geimfar og átti þar í miklum samræðum við verur sem kalla sig verdena. Samræðurnar snérust að mér skilst um hlutverk jarðarinnar í alheiminum og hvernig við munum verða aðilar í einhverskonar alheimsbansalagi plánetna innan 100 ára, spennandi. Ég er búinn með einn kafla og strax farin að hafa efasemdir, það er eitthvað við það þegar gamall kall skrifar bók um samskipti sín við geimverur og strax er imprað á því að geimverukona vilji ólm sofa hjá honum... svo ekki sé minnst á anatómíska analskoðun á feitri konu sem hann varð víst vitni að. Ég ætla samt að klára bókina, ekki afskrifa hana alveg strax. Fór samt að pæla í því hvað það væru til margar svona bækur og hversu margar af þeim, ef einhverjar eru sannar. Kannski bara ein og kannski er það bókin sem ég er að lesa... Held samt ekki, það er of mikið tekið fram hvað þessi gamli blaðamaður hafi verið mikill efasemdamaður og bla bla bla áður en hann fór í ferðina miklu, er það ekki bara sölutrix? En er það ekki svona fólk sem gerir heiminn skemmtilegan? Það hefur alltaf verið draumur minn að kynnast einhverjum sem er sjúklegur lygari. Held það gæti verið fyndið. Jæja nóg um það, en ef það ætti að kjósa forseta alheimsins þá mundi ég kjósa Jack Bauer. Sorry Lubba hann er bara aðeins meiri töffari:)
þar til seinna Arna Björg

myndir af íbúum og vinum óðinsgotunnar

http://public.fotki.com/laufeyk/odinsgotublogg/

flestar eru gamlar en við eigum eftir að fá fleiri nýjar,frá áramótapartíinu og svoleiðis

rosa skemmtilegur brandari

Brandari:

Stundum geta Íslendingar verið einum of hjálplegir, tala nú ekki um landann sem er ekki alveg með enskuna á hreinu. Íslendingar eru að keyra og svo sjá þeir bíl úti í kanti og sjá að þetta eru útlendingar.

Íslendingarnir fara út úr bílnum og segja : "Do you need help?"
útlendingarnir svara : " no no this is ok"
Íslendingarnir gefa sig ekki og segja: "yes yes we are gonna help you "
Útlendingarnir: "no no this is ok"
Íslendingarnir: "yes we are gonna help you "(þeir fara aftur inn í bíl og koma aftur út úr honum með reipi)
Útlendingarnir: "what are you gonna do? "
Íslendingarnir: "first we are gonna reip you and then we are gonna ýt you "

laufey

verðlaun???

mér dettur bara í hug bankaláníóláni hjá henni örnu.Ég var að opna yahoo póstinn minn og þar er póstur frá mbl og staðfesting þáttöku minnar í einhverri mynbandanafnakeppni eða eitthvað svoleiðis og það eru peningar í verðlaun!!ég staðfesti auðvitað þótt ég veit ekki hvað ég er skráð í.kannski fæ ég barasta verðlaun fyrir ekki neitt.það var allaveganna ekki ég sem skráði mig.þetta er hið dularfyllsta mál. sjáum til hvort ég verð milljónamæringur seinna í vikunni.
laufey.

Wednesday, February 09, 2005

skrýtnar draumfarir

Ég hef nú voða lítið að segja frá nema mér datt í hug að skrifa niður mjög tilgangslausa draumana mína. hér er einn draumur sem mig dreymdi um daginn mjög skondin,mig dreymdi að hjálmar voru að spila í jay leno nema það að robert deniro var söngvarinn,hann var klæddur bleikum silkináttsloppi og jakkafatajakka yfir svo þegar söngnum lauk þá fór hann úr jakkanum og lyfti sloppnum upp fyrir hné og þá sást að hann var í bleikum ballett skóm og svo tók hann ballett spor fyrir jay leno.mjög skrýtið. og svo í nótt dreymdi mig að luke wilson væri að elta mig og reyna að drepa mig nema hann var blindur með blindrastaf þannig hann var mjög klunnarlegur svo allt í einu tókst mér að flýja í einhverja videoleigu og þar var verið að leigja klámmyndir og klámstjörnurnar voru á staðnum og svo vaknaði ég. ja herna hér.kannski horfi ég of mikið á sjónvarp. ég skil ekki svona,til hvers að dreyma þetta,af hverju má ég ekki dreyma eitthvað voða merkilegt og sem hefur einhverja meiningu. vonandi kemur bara einhverntímann í ljós að robert deniro sé klæðskiptingur.
laufey

Monday, February 07, 2005

Helgin var fín. Fór á Pravda á bjórkvöld, staðurinn lítur út eins og klúbbarnir í CSI, greinilegt að fólk á að para sig þarna, ekki gekk það nú hjá okkur stöllunum... Helga systir var í bænum og ég fór svo með henni á sirkús og var þar til lokunnar. Laugardagurinn var svipaður, eitthvað gott að borða hjá Bernhöft, kíkti svo í holtið í kvöldmat, partý hjá Magga og svo sirkus. Það er er eins og maður sé í constant deja vu þarna. Sama fólkið í sömu fötunum, sama tónlistinn, sömu samræður, sömu ekki samræður og fleira í þeim dúrnum ekki furða að maður rugli saman dögunum. 'Eg held að hápunktur helgarinnar hafi verið nip/tuck í gær. Magnaðir þættir og þegar flagararöffarinn Cristian fór að gráta þegar hann var að sofa hjá blindu konunni vissi ég ekki hvert við ætluðum. "close your eyes, I wan´t you to really see me" sagði hún. Þessir handritshöfundar eru snillingar. Jæja best að fara að byrja nýjan dag með einum góðum meinefnafræðitíma, ég er alveg að ná tækninni að sofa með opin augu... Gleðilegan bolludag annars og hafið það gott... Arna Björg

Saturday, February 05, 2005

Laufey á laugardagskvöldi

jæja nú er laugardagskvöld að verða eitt eftir miðnætti. arna og eva fóru í partí til magga í kvöld en ég varð eftir að læra fyrir stærðfræðipróf,gekk ekkert svo vel.hanna kom til mín fyrr í kvöld og er ég nú komin heim til hennar og ætla ég að gista hjá henni, ég bý nefninlega svo vel að því að vera myrkfælin af guðs náð og eftir alla undarlegu hlutina sem er búið að ganga á á óðinsgotunni,treysti ég mér ekki að vera ein í sviðsljósinu fyrir framan alþjóð suður-kóreu. en í gær var bjórkvöld í skólanum mínum,ansi gaman, svo seinna meir skruppum við aðeins á grandrokk og kíktum á eitthvað röskvukvöld þar,rosa stuð svo fórum við á sirkus það var alveg ágætt líka,nema það að ég var svo áhuggjufull að vera þunn daginn eftir þar sem mikill lærdómur beið mín og ég fór bara heim á undan öllum um klukkan 3,hljóp á hlöllabát og fékk mér einn besta ´hlöllabát í HEIMI hummmm svo góður.ég fór svo bara í chillout herbergið og sofnaði,þegar ég vaknaði daginn eftir var arna á sínum stað í hinu rúminu.ég vakti hana því ég heyrði karlmannsrödd koma frá herberginu mínu ogleist mér ekki á blikuna að einhver ókunnugur karlmaður í rúminu mínu,annað kom nátturulega á daginn,þetta var einn góðvinur okkar og hafði hann komið með sinn eigin næturgest af hinu kyninu og áttu þau hinn eldheita ástarfund í rúminu mínu! já það er víst mikil ást í þessu nornabæli einsog einhver víst kallaði kofann okkar.hvað ætli þátturinn okkar heiti í kóreu? two girls and a lesbian? hvað svosem gæti klikkað ég meina léttgeggjaðar,lausar og liðugar háskólastelpur sem kunna að skemmta sér og verða fullar vá ég meinaða.þarna duttu leikarahjónin í lukkupottinn. 3 girls move into a small house together be ready for the craziest parties, the low times, the happy times,the horror,things you cant explain,what will they do when their landlords begin to invate their privacy?you can see this all on real TV korea. jæja ég er farin að sofa upp í hjá hönnu
góða nótt.laufey

Laufey á laugardagskvöldi

jæja nú er laugardagskvöld að verða eitt eftir miðnætti. arna og eva fóru í partí til magga í kvöld en ég varð eftir að læra fyrir stærðfræðipróf,gekk ekkert svo vel.hanna kom til mín fyrr í kvöld og er ég nú komin heim til hennar og ætla ég að gista hjá henni, ég bý nefninlega svo vel að því að vera myrkfælin af guðs náð og eftir alla undarlegu hlutina sem er búið að ganga á á óðinsgotunni,treysti ég mér ekki að vera ein í sviðsljósinu fyrir framan alþjóð suður-kóreu. en í gær var bjórkvöld í skólanum mínum,ansi gaman, svo seinna meir skruppum við aðeins á grandrokk og kíktum á eitthvað röskvukvöld þar,rosa stuð svo fórum við á sirkus það var alveg ágætt líka,nema það að ég var svo áhuggjufull að vera þunn daginn eftir þar sem mikill lærdómur beið mín og ég fór bara heim á undan öllum um klukkan 3,hljóp á hlöllabát og fékk mér einn besta ´hlöllabát í HEIMI hummmm svo góður.ég fór svo bara í chillout herbergið og sofnaði,þegar ég vaknaði daginn eftir var arna á sínum stað í hinu rúminu.ég vakti hana því ég heyrði karlmannsrödd koma frá herberginu mínu ogleist mér ekki á blikuna að einhver ókunnugur karlmaður í rúminu mínu,annað kom nátturulega á daginn,þetta var einn góðvinur okkar og hafði hann komið með sinn eigin næturgest af hinu kyninu og áttu þau hinn eldheita ástarfund í rúminu mínu! já það er víst mikil ást í þessu nornabæli einsog einhver víst kallaði kofann okkar.hvað ætli þátturinn okkar heiti í kóreu? two girls and a lesbian? hvað svosem gæti klikkað ég meina léttgeggjaðar,lausar og liðugar háskólastelpur sem kunna að skemmta sér og verða fullar vá ég meinaða.þarna duttu leikarahjónin í lukkupottinn. 3 girls move into a small house together be ready for the craziest parties, the low times, the happy times,the horror,things you cant explain,what will they do when their landlords begin to invate their privacy?you can see this all on real TV korea. jæja ég er farin að sofa upp í hjá hönnu
góða nótt.laufey

Friday, February 04, 2005

Bankaláníóláni

Undarlegheitin hafa tengt anga sína víðar. Kíkti í hraðbanka í dag tik að tékka á stöðunni minni, hafði lauslega reiknað út í huganum að ég ætti 30.000 kall til að lifa út mánuðinn. Ég var kominn með perfect plan ætlaði að taka það allt út og skipta jafnt í 4 umslög, eitt fyrir hverja viku. Debetkortinu sem NB er ekki síhringikort, ætlaði ég að loka ofan í skúffu. Ég hef nefnilega fengið mig fullsadda af því að bankadjöfullinn hirði af mér nokkra þúsundkalla í hverjum mánuði fyrir þeirra mistök að heimila færslur sem ekki er innistæða fyrir. Nú ég prenta út stöðu og sé mér til undrunar að ég á 90.000 kall. Nei, hugsa ég, hver andskotinn? Prenta út stöðu og sé þá innborgun uppá 67.000. Ekki hugmynd hvaðan hún kom, en fann samt gleðistrauma um kroppinn og sá fyrir mér dýrindis matarboð með rauðvíni og fleira, kannski nýjar buxur, flugmyða til New York með Lubbunni... Ég vonaði innilega að þetta væri uppgjör eða eitthvað frá álverinu, svo ég hraðaði mér á Kleif og kíkti í netbankann. Og hver haldiði að hafi lagt 67.000 krónurnar inn á reikninginn?? Ég sjálf frá hinum reikningnum mínum. Ég get svo svarið það að ég GERÐI ÞAÐ EKKI! Nema að ég sé til í annari vídd og tölvukerfi víddanna tveggja hafi slegið saman... Hvað er að gerast hérna, Lubban fékk líka óútskýranlega innlögn á reikninginn sinn um daginn nema sú innlöggn kom frá einhverjum öðrum, ekki henni sjálfri, og hún keypti sér miða til New York. Eru Hjónin komin með hakkara í raðir sínar sem er til alls vís, ég er viss um að símagaurinn sem var að "leggja ljósleiðara" um daginn hafi plöggað þetta með þeim. Hvað næst? Mæti ég í skólann og enginn þekkir mig, á kennitala mín eftir að hverfa og ég verð rekinn úr landi, maður spyr sig? Greinilegt að sumir hafa sambönd... Jæja hef ekki efni á að vera lengur hérna á Kleif þarf líka að fara að kaupa mér umslög og taka út 30.000 kr. Eins gott að mæta snemma á bjórkvöldið segi ég nú bara.
Góða helgi allir saman... Arna Björg

vangaveltur um hildarleikinn

Það er svo einkennilegt að við höfum ekki áttað okkur á hildarleiknum fyrr. Þegar opnast hefur fyrir skilning okkar er þetta svo ótrúlega augljóst, þetta beinlýnis liggur fyrir. Undanfarna daga hefur Arnar verið að sýna hugsanlegum fjárfestum kofann þar sem hann er til sölu og þrátt fyrir að öll ljós séu kveikt og þar með augljóst að leigendurnir séu heima opnar kappinn leiksnjalli hurðina með lykli sínum. Hann bankar leyftursnögt tvisvar og opnar svo í einni svipan og inn eru komnir kannski fjórir skimandi hausar. Einu sinni var ég rétt búin að klæða mig eftir sturtu og á rúminu mínu lá brjóstahaldari og á gólfinu fullt að óhreinum fötum og blöðum í einni alsherjar óreiðu. Ægilega vandræðalegt. Við stelpurnar erum búnar að ræða þetta aftur og aftur hvað þetta sé hreint óbærilegt. En á að þurfa að benda fólki á jafn common sens hlut og þennan, að vinsamlegast ekki æða inn á heimili okkar? Ég held ekki. Það er greinilega eitthvað meira í spilinu. Klárlega eru ,,skoðendurnir" allir hlaðnir földum myndavélum og þeir mega þramma inn og út um alla kima kofans. Og með því að ryðjast svona inná okkur ná þau okkur alveg í okkar einkalífi. Ætli þau búist ekki við að ein liggi í sófanum með gúrkur á augunum og geti ekki opnað hurðina, ein sé með háreyðingakrem um allan líkamann og hími í sturtuklefanum og bíði eftir að tíminn líði og það vanti hreinlega snerpu í þriðju til að opna nógu fjótt. Verða svo áreiðanlega fyrir ægilegum vonbrigðum þegar við stöndum svo alkæddar og alvarlegar og horfum á þau þramma um á skónum um heimkynni okkar.
Við erum áreiðanlega svona Trumanshow sendur út í kannski Suður Kóreu, bara þar til að þetta fattist ekki. En þau græða áreiðanlega ofsalega á þessu. Það hafa ábyggilega verið ofsa fagnaðarlæti þegar arna og lubba gerðu núðluréttinn um daginn. Hmm kannski hjónin markaðssetji lifrapylsu í framhaldi vegna eftirspurnar. Kannski eru allar stúlkur í Suður Kóreu búnar að fá sér Símonsleggju á heimilið..kannski Elvar sé orðið alræmt kyntröll með erótísku dönsunum....
Við spilum bara með eins og Truman gerði og reynum að gefa eitthvað skemmtilegt af okkur fyrir áhorfendur okkar hvar sem á jarðarkringlunni þeir eru. Eða jarðarkringlunni? Hvað vitum við hversu vísindaframsækin hjónin eru......
Eva Rún.

GODZILLA

seinasta mánudag,daginn eftir hin dularfullu DEAD# skilaboðin voru ég og arna í chill out herberginu að undirbúa okkur fyrir svefn og vorum upp í rúmi að horfa á i kine spise de hunde þegar í myrkrinu sér arna hina stærðarinnar kónguló á gólfinu eða hvað sem þetta var við vitum það ekki ennþá en hún er komin með viðurnefnið "Godzilla".jæja arna hoppaði upp í rúm til mín og við stóðum þarna á rúminu öskrandi með símonsleggjuna og ég kúgaðist og kúgaðist því hún var svo viðbjóðsleg en allt í einu hvarf hún undir sjónvarpskápinn. við brugðum á það ráð að hitta elvar þar sem hann var á sirkus og fá okkur bjór meðan godzilla var læst inní herbergi og svo lokka hann elvar heim og drepa kvikindið. þegar heim var komið eftir mjög skrýtna heimsókn á sirkus (því þar var hið skuggalegasta lið reykjavíkurborgar,okkur leist ekkert á það) þá var elvar komin í ham að drepa! hann henti sér á gólfið og byrjaði að engjast um,ég og arna horfðum fuðru lostnar á þetta fyrirbæri,svo kom elvar með eina bestu setningu sem ég hef heyrt lengi : "ef þú vilt finna kóngulóna þarftu að hugsa einsog kónguló" og svo skreið hann undir rúmið og lék kónguló. því miður bar það ekki árangur því eftir mikla leit bakvið krók og kima fundum við hana ekki.Godzilla gengur enn laus.

hin skelkaða laufey.

Thursday, February 03, 2005

Hnepptar í hildarleik hjóna

Við erum komnar með nýja kenningu. Eftir að hafa áttað okkur á henni eru allir óútskýranlegir atburðir á Óðinsgötunni orðnir skýranlegir. Við höfum verið hnepptar í hildarleik hjóna... Við stefnum á að fara á Hressó í bráð og útskýra þetta frekar. Í millitíðinni ætlum við bara að spila með, því eins og Lubban segir "I´m living the lie and I love the lie". ´
sjáumst þá. Arna Björg

Tuesday, February 01, 2005

Ástin hremmdi forn egyptann..

Það er sérlega undarlegt hvernig ólukkans mórinn á óðinsgötunni hegðar sér. Að hafa leik og starf úr því að hrekkja sveimhuga ungar konur. En eins dularfull og þessi skilaboð voru á símanum, sem voru algjörlega eins og atriði úr hollywood unglingaspennumynd, er ég að spá; hefði það ekki verið bara jafnvel meiri hryllingur ef að Arna hefði tekið upp símann og á honum stæði dularfull skilaboð :smile# Það er svoldið freaky. Dead# er allavega meira í takt við dularfulla atburði sem þennan.
Ég vil endilega setja ótrúlega fallegt Egypst ljóð hér sem var samið minnir mig sirka 2000 fyrir krist. Það var þýdd úr Híróglýfur. Ótrúlegt en satt hefði alveg geta verið samið sem munnmæla vísa á miðöldum, með penna í kalda stríðinu eða á tölvu í Hong kong síðast sumar. .

I think I'll go home and lie very still.

I'll think I'll go home and lie very still,
feigning terminal illness.
Then the neighbourswill all troop over to stare,
my love perhaps among them.
How she will smile while the specialists
snarl in their teeth!-
She perfectly knows what ails me.

Það er magnað að svona skuli vera hægt að þýða úr myndum á leirbútum. Já ástin breytir ekki um birtingamyndir þó árþúsundir líði og menningaheimarnir gjörbreytist...
Stay classy , eins og will farell sagði í myndinni í gær.
Eva Rún.