nóttin er alltaf ung á óðinsgötunni...

Saturday, April 30, 2005

The Sadies II

Hér er linkur á The Sadies, ég get tekið undir það sem Lubban segir, þetta er svaka skemmtilegt og ekki skemmir fyrir að söngvarinn er sexy, það er alltaf plús... http://www.thesadies.net/
Hverjum langar á tónleika? allavegana mér.
Arna Björg

THE SADIES

ég er með beiðni. þið sem ekki hafið hlustað á þessa hljómsveit, endilega gerið það núna og downloadið fullt af lögum með þeim! fyrir mig. og komiði með comment því ég er að reyna að plotta soldið!myndið þið vilja koma á tónleika með þeim??? Ég hef farið á tónleika með þeim og þeir eru svakalega skemmtilegir á sviði en ok.hlustiði á tónlistina þeirra!!!!! the sadies! stories often told er mjög góð plata með þeim en annars er allt stöffið þeirra gott.
laufey

Thursday, April 28, 2005

Nenniru að fara!!!!

Ég var að enda við að horfa á Idol og ég trúi ekki að helvítis fitubollu drullan er ennþá með. Nýjasta taktíkin er greinilega að láta vorkenna sér, mjög frumlegt, uhuh mamma mín og pabbi eru fátæk og ég fékk ekki allt sem ég vildi... greyið litla, það er greinilegt að hann hefur fengið nóg að borða, nógu er hann feitur... Af hverju segir hann ekki raunverulegu ástæðuna fyrir því að fólk ætti að vorkenna honum, af því hann er feitur og ljótur bug focker. Það er örugglega ástæðan fyrir því að hann lemur konur. Andskotans mannleysa. Jafnvel þótt ég væri feitur og ljótur Ameríkani þá mundi ég ekki kjósa hann, ég mundi ekki vilja samsama mig við svona frík. Drullaðu þér úr sjónvarpinu!!!!
Arna Björg

TILKYNNING!!!

hljómsveitin hennar lovísu vinkonu okkar,benny cresbo's gang er að spila í smekkleysubúðinni á morgun klukkan 17. ég veit að óðinsgötupíurnar verða þar. allir að mæta.

Brad Pitt segiru... ?

Takk fyrir afmælisóskirnar kæru vinir þær yljuðu mér um hjartarætur, þeir sem óskuðu mér ekki til hamingju með afmælið geta bara hoppað upp í rassgatið á sér!!!! Nei djók, ég er voða lítið fyrir að láta óska mér til hamingju með afmælið, ég veit ekki af hverju, kannski Eva eða Hanna geti klínt einhverri freudískri kenningu á það??? Annars var gærdagurinn mjög fínn, sambýlingar mínir gáfu mér sinnhvorn diskinn sem verða pottþétt spilaðir í fimmtugsafmælum framtíðarinnar, 7.9.13. Þá mun unga fólkið hlæja, hvað "gamlingjarnir" eru fullir og glataðir, en meira um það síðar. Það var líka dýrindis matur heima, pizza, hrísgrjón með kokteilsósu og bananaís, Geri aðrir betur... Ása hugulsama bekkjarsystir mín kom svo í morgun og gaf mér kaffi og buffbita, síðast þegar ég átti afmæli gaf hún mér hrísbitapoka og ullarsokka. Já Leifur lyfjafræðingur upplýsti okkur um leyndarmálið bak við það að verða ekki þunnur, ég kannski uppljóstra því þegar það hefur verið sannreynt. Mér dreymdi ansi skemmtilegan draum í nótt, hann var einhvern veginn svona...
Við stelpurnar vorum allar að skoða nýju íbúðina hennar Jónínu, sem var svona herbergi með sameiginlegu eldhúsi og stofu, nema hvað hinn íbúinn var Brad Pitt. Við höfum nú ekki eins mikið álit á honum og margar aðrar stelpur, þannig við fórum að grennslast fyrir hverlags maður hann eiginlega er, þannig við fórum inn í stofu og tékkuðum á dótinu hans, þarna voru myndaalbúm, geisladiskar og allskonar drasl og eftir að hafa farið í gegn um þetta komust við að því að hann er bara nokkuð kúl og okkur langaði að spjalla við hann. Það reyndist vera gagnkvæmt þegar hann kom að okkur í róteríinu, þarna var klukkan orðin hálf sjö um kvöld og var samstundis ákveðið að halda party um kvöldið nema það vantaði áfengi. ÁTVR var hvergi opin nema í Mosfellsbæ þannig ég og Laufey ákváðum að skutlast með Brad þangað. Þegar við mættum voru konurnar með einhvern derring sögðu að það væri búið að loka posunum og eitthvað svoleiðis rugl, en þegar Brad mætti var það allt gleymt og sleikjan byrjaði. Semsagt ég og Laufey keyptum sitthvora kippuna og hann keypti heilan kassa með allskonar víni, meðal annars viskí því það var rigning og kalt úti og hann ætlaði þessvegna að bjóða okkur upp á irish coffee. Rosa veraldarvanur. Nema hvað þegar við vorum á leiðinn heim til Jónínu þá hringdi helvítis síminn og vakti mig, þannig að ég veit ekki hvernig kvöldið endaði. En álit mitt á Brad Pitt hefur stórbatnað eftir þennan draum og núna finnst mér hann bara eðaltöffari eins og sagt er, og þar sem ég á hvort sem er aldrei eftir að fá nánari staðfestingu á því ætla ég bara að halda þessu áliti mínu.
Þessi draumur hefði eflaust verið meira krassandi hefði Laufey dreymt hann... ha Iggy pop???
Og hann hefði eflaust ræst hefði Evu dreymt hann...
Jæja ekkert meir að segja, farin heim að lesa bæ bæ
Arna Björg

Wednesday, April 27, 2005

cockblocker!!

já helvíti sniðugt nafn á vini þínum af hinu kyninu þegar þið eruð á barnum reyna að hösstla.
farðu nú eitthvert annað meðan ég gef þessum auga,þú ert cockblocker!!
laufey.
til hamingju með 23 ára afmælið arna mín!!!!!!

habemus papam??

til lukku með daginn kæra arna björg!!. eigðu besta daginn.
eg er að rembast við að læra heima á kóngó við undirleik óperusöngkonunnar á hæðinni fyrir neðan sem er alltaf dugleg að æfa sig heima. Svo koma börnin heim úr skólanum og þá bætist við fiðluleikur, trompet og rafmagnsgítar, ekki amalegt.. en ég get ekki einbeitt mér í dag þrátt fyrir þessi flottheit. er búin að eiga í hetjulegum samræðum í huganum við Ratzinger nyja páfann. Þar sem ég hef verið að lesa fyrir bókmenntasögu síðustu daga, og fræðast um ótrúlega snjalla og nútímaþenkjandi menn frá allt að áratugum fyrir krist, fórna eg höndum. Ég skil ekki þessa áhrifamiklu stofnum fulla af mönnum sem ekki lærðu að bera virðingu fyrir mömmu sinni. (myndi freud ekki segja það, þar sem klárlega er eitthvað vafasamt við kvenfyrirlitninguna sem þarna viðgengst) Og Ratzinger, er notast við getnaðarvarnir þegar misnotkun drengja á sér stað innan kaþólsku kirkjunnar? Og hvernig getið þið fordæmt mína kynhneigð en ákveðið að láta kynferðisglæpi viðgangast innan ykkar guðshúsa eða hvað sem ykkar búllur heita...??
ég trúi á guð. en þessir menn eru fyrir mér eins og trekkies, ofsa áhugafólk um star trek, sem klæða sig í geimbúninga og tala geim tungumál. nema trekkies eru ekki í glæpum og afturhaldstryllingi.
þeir sitja í skrautklæðum sínum kaþólikkarnir, tala latinu og blása mismunandi reik út um strompinn sinn..
uff verð að reyna að einbeita mér að bókunum. get róað mig við að hugsa um eitthvað jákvætt í heiminum. húrra fyrir Zapatero sem lifir þó í kaþólsku landi. en þar mega samkynhneigðir nú gifta sig borgaralega. bravo spánverjar. (aðskilnað ríkis og kirkju takk, úff eg er að verða manísk)
eva

Laufey kúgaðist.

Ég veit ekki alveg hvað hefur komið yfir mig en ég er með eitthvað æði fyrir eggjum núna, ég man að einu sinni þótti mér eggjarauða eitt það ógeðslegasta sem ég fékk, en núna þykir mér hún bara nokkuð góð. Í Brighton smakkaði ég franskar með eggjarauðu, þar er spælt egg sett á frönskubakka sem þú kaupir og þú notar rauðuna sem ídýfu... Allavegana sökum þessarar nýju áráttu minnar fengum ég og Laufey okkur enskan morgunverð í kvöldmat í gær og smakkaðist hann nokkuð vel. Eva vildi ekkert borða með okkur þar sem hún var búin að borða sig sadda af núðlum með ostrusósu sem er nýjasta æðið hennar, en það er önnur saga. Eftir matinn fórum ég og Laufey að rifja upp þegar Tim var hjá okkur í heimsókn. Síðasta kvöldið hans þá vorum við Laufey inn í herberginu mínu upp í rúmi bara að spjalla, þá kemur hann og setst á milli okkar sem er allt gott og blessað nema að hann er á tánum, sem N.B eru allar útsprungnar sökum hælsæris, og ég vildi fyrir alla muni ekki fá einhverja hælsærisvessa í rúmið mitt, hann spjallar eitthvað pínu en setur svo labbirnar uppá rúmið mitt, sem betur fer var ég með rúmteppi þannig að vessarnir klíndust ekki í rúmfötin. Laufey tók samt eftir einu sem ég tók ekki eftri en það var að gaurinn er með samvaxnar tær, og þegar við vorum að rifja þetta upp í gær þá kúgaðist Laufey margoft og þurfti á endanum að fara á klósettið... Ástæða þess að við fórum að rifja upp Tim var að hann sendi Laufey skilaboð fyrir nokkru og sagði að það væru "some goodies coming her/our way" En ekkert hefur borist enn. Við fórum því að pæla í hvort þessi goodies séu etthvað sem hann skildi eftir hjá okkur, td. flatlús í rúminu eða eitthvað, eða kannski eitraði hann matinn okkar með einhverju sem kemur ekki fram strax?? Það kæmi svo sem ekki á óvart þar sem þessi maður var mjög skrítinn, mér finnst það alltaf umhugsunarvert þegar einstaklingur sem hefur allt, þannig lagað séð, útlit, fín föt, gáfur, húmor o.sfr, o.sfr hefur gjörsamlega engan sjarma. Við spurðum marga, meðan hann var hérna, en allir, konur sem karlar voru sammála um að hann væri með engan sjarma, er það bara ég eða, finnst engum öðrum svona fólk svoldið dubíus?? Eins og það sé að sigla undir fölsku flaggi eða eitthvað?? Æi ég veit ekki, maður er bara ekki alveg með það á hreinu hvað var málið með Tim, en það var eitthvað...
Jæja ég er farinn heim bless í bili Arna Björg

Monday, April 25, 2005

Willie Nelson í kvöld takk.

Jæja þá er maður búinn að skila ritgerðinni og getur aftur flutt á óðinsgötuna, kíkti reyndar þangað í gær að sækja eina bók, svoldið eins og að koma inn á heimili þar sem einhver er búinn að vera dáinn, það er að segja allt hefur staðið í stað, óumbúin rúm, fullur vaskur af leirtaui, hálfétið epli á eldúsborðinu og fleira í þeim dúr. Ótrúlegt til þess að hugsa að síðasti mánuðurinn okkar á Óðinsgötunni nálgast óðfluga, stefnir í dúndur prófloka kveðjupartý. Ég spjallaði við Evu um daginn okkur dreymdi víst báðar svartar köngulær, ætli Godzilla og afkomendur hennar séu að undirbúa árás á okkur þegar við erum að pakka niður og þrífa. Ég ætla að vona að silfurskotturrnar seðja mesta hungrið hjá þeim. Ég fann reyndar eina um daginn, hún var örugglega ekki fullvaxta, en það skrítna var að hún var smá gul á afturendanum, sem betur fer var ég rosa þunn og því ekki alveg fulle femm eins og maður segir og hafði því þor að setja á hana glas og fara með hana út.
Ég er samt ennþá að pæla í skringilegu öskrunum sem við höfum heyrt tvisvar síðan við fluttum inn. Við vitum ekki hvort röddin tilheyri manni eða konu, en allavegana fyrst var öskrað "ég hef alltaf verið með vinnu!!!!" og síðast svona þrem mánuðum síðar "ég er búinn að skíta á mig!!!!" Má benda á að þessi öskur standa yfir í dágóða stund og alltaf er sama setninginn endurtekinn. Þess á milli heyrist ekki múkk bara hlátur frá gaurunum sem vinna í Venus þegar þeir eru í reykingarpásum, við eigum ennþá eftir að kíkja í þá búð, þurfum að gera það áður en við flytjum út. Ég tók eftir einu miður skemmtilegu þegar ég fór uppí skóla í gær, ég sá spegilmynd mína þegar ég var að labba að anddyrinu og ég labbaði eins og Grissom í CSI, vonandi voru það bara buxurnar mínar sem eru eitthvað skrítnar því maðurinn labbar eins og hæna...
Jæja ætla að drífa mig á Óðinsgötuna að hitta lubbuna og Slevu.
Blessssssssssss Arna Björg.

Saturday, April 23, 2005

strák greyin í mínus

Ég var að enda við að að horfa á gísla martein, góður þáttur þar á ferðinni.en allaveganna voru mínus strákarnir þarna og frosti og krummi viðtal teknir í viðtal, voru þeir ekki bara mættir báðir tveir með sólgleraugu og litu út einsog blindir vangeflingar sem voru nýbunir að fara í lagningu.Ég var þarna fyrir framan sjónvarpið hlæjandi að þeim og gera grín en þá kemur upp úr pabba " láttu nú ekki svona laufey mín,þeir eru nú bara að reyna að vera töff,greyin" . Nákvæmlega pabbi! pabbi veit hvað hann syngur. Svo segir mamma egar þeir byrja að spila"þeir gerðu nú fína músík ef maður sæi þá ekki" . já annar góður punktur! já æi rosalega fara þessir strákgrey í pirrurnar á mér. laufey

Mónakó!!!!

Ef það er einhver staður sem mig langar að vera í kvöld þá er það í Mónakó, nánar tiltekið í spilavítinu í Monte Carlo. Ég var að horfa á Ocean´s twelve í gær og þá var sýnt frá Mónakó þar sem slyngi þjófurinn bjó. Ég fór þangað í dagsferð með Hönnu og Rakel þegar ég var í Frakklandi þarna um árið. Við fórum í bíó og þegar við komum út var byrjað að skyggja og gamanið rétt að byrja í spilavítinu, maður sá ríku kallana koma í drossíunum sínum og teinóttum jakkafötum. Þetta voru svona ungmilla kallar með pínu grátt í vöngum og þeir pikkuðu upp sænskar pæjur og buðu þeim örugglega ógleymanlega kvöldstund í spilavítinu og svo hádegisverð daginn eftir á risa milla snekkjunum sínum. Við vorum ekki orðnar 21 og máttum því ekki fara inn í spilavítið sjálft en maður getur rétt ímyndað sér hvað gekk þar á fram á nótt... Það var allavegana rosa spenna þarna í loftinu og mig langar að fara aftur til Mónakó!!!! Kíkið á þessa mynd.
http://www.monaco.mc/monaco/icons/casino.jpeg
Bless í bili Arna Björg

sniðugt heeheh

ég rakst á þetta þegar ég var að leika mér á netinu. soldið fyndið check it out!!http://jamespo.org.uk/blog/archives/001211.html
laufey

undirskriftarskjal

Farið á þetta og látum ekki okkar eftir liggja og gerum heiminn að betri stað halllelúja http://www.one.org/

Friday, April 22, 2005

endurvinnsla endurvinnsla endur vinna?

já við stelpurnar á óðinsgötunni erum lítið búin að hittast, ég er búin að vera á bókasafninu klukkutímum saman en virðist ekki vera neitt ágengt í þessari blessaðri stærðfræði sem ég er að læra. Mér bara datt í hug fyrst að arna minntist á þegar við fórum með blöðin í endurvinnsluna. Það var smá úði úti og Arna heimtaði sko að fá að nota regnhlífina á leiðinni þangað,ein stærsta regnhlíf sem ég hef séð í öllum regnboganslitum. Já Arna hélt á þessaðri blessaðri regnlíf og svo 4 pokum troðfullum af dagblöðum,ég benti henni á hvort hún vildi ekki girða niðrum sig í leiðinni til þess að fá aðeins meiri athygli. nei nei hún féllst ekki á það og út við fórum spriklandi í rigninguna út í gám. Elvar er 23 ára í dag,til hamingju krúsíkrússs!!!!!
laufey

Rusl

Gaman að Eva skyldi minnast á ruslakellinguna, mér var einmitt hugsað til hennar þegar ég var að leita mér af smjörpappír um daginn. Ég opnaði nokkra skápa í eldhúsinu sem mér fannst líklegir að myndu geyma smjörpappír en í staðinn var búið að troða þangað stöflunum af gömlum fréttablöðum og aulýsingabæklingum. Þannig áð neðri eldhússkáparnir á Óðinsgötu voru úttroðnir af gömlum blöðum, svipað og á klósettinu hjá ruslakellingunni. Ástæðan fyrir þessu er eflaust sú að við ætluðum okkur að vera grænar og endurnýta ellt sem hægt er. Málið er að við nenntum aldrei að fara með þessi blöð í gáminn á Bergstaðarstrætinu... En ég og Laufey tókum okkur til um daginn og fórum með öll blöðin, þetta voru nokkrir pokar og smá workout að losa okkur við þetta. Það kemur líka stundum upp í huga okkar, í vestu blankheitunum, allar þær dósir og flöskur sem við hefðum getað endurnýtt og fengið pening fyrir. Hvar eru þær nú???? Við tókum reyndar meðvitaða ákvörðun að vera ekkert að safna dósum því hvernig ættum við að komast með þær í endurvinnsluna? Sénsinn að við förum að burðast með fulla ruslapoka stinkandi af sígarettum og bjór í strætó, neyðin er kannski ekki svo mikil. Við tókum líka eftir því að dósapokarnir sem við settum út á tröppur eftir helgarnar hurfu alltaf á þriðjudagsmorgnum. Þannig við höfum það fyrir reglu að setja dósirnar út á mánudagskvöldi. Mættum líka einusinni konunni sem tekur dósapokana og í okkar huga hlýtur hún að þurfa meir á þeim að halda en við. Hugsuðum að kannski mundum við fá gott karma í staðinn fyrir þetta eða eitthvað... ? Allavegana það var gaman að heyra frá henni Evu minni og satt er það að ég og Laufey höfum verið fjarri góðu gamni síðustu daga, maður er að taka rétt fyrir prófin sprettinn og sjálf er ég að basla í einhverri ritgerð um skjaldkirtilshormón, hræddi Evu greyið með grunsemdum mínum. Ég ætla mér ekki að hafa þetta mikið lengra sjáumst bara.
Arna Björg

í hverfulum skuggadansi tregans

ég geri mér grein fyrir því að ég er ekki fyrirmyndarbloggari. en einstaka sinnum man eg eftir að skrifa eftir áminningar frá lubbu og öbbu. Alveg eins og eg er ekki fyrirmyndar heimilisstýra, en get þó státað mig að því um áraskeið að hafa mokað í gegnum umrætt rusl. minnti mig á fréttina um konuna á hverfisgötunni sem safnaði rusli. nágrannar fundu á lyktinni að eitthvað verulega vafasamt ætti sér stað og hringdu á lögregluna. svo þurfti eiturefnasveit að ráðast inn í húsið. Greyið konan var auðvitað mynduð í bak og þak. Var ábyggilega fótósjoppuð með mold í andlitinu hjá DV. Alveg eins og fólk safnar frímerkjum og servéttum safnar hún rusli, alveg eins og annað fólk hendir frímerkjum og servéttum.
Undanfarna daga hef ég varla séð ljúflings telpurnar sem búa með mér. hef setið sveitt við að troða kennningum og túlkunum uppá löngu látna menn sem þeir vilja áreiðanlega ekkert kannast við.
Segi bara að lokum setninguna sem ég og eva höfum flissað af undanfarna daga en kemur eflaust að góðum notum í hræðilegum aðstæðum kurteisisspjalla einn daginn. Það er margt í mörgu og margslungnir menn á misjöfnum stöðum. oj oj oj ég finn lykt af vondri rjómaköku...
eva rún

Wednesday, April 20, 2005

Þreyta + kaffi

Heyrðu bestían var bara spikk og span þegar ég kom heim á mánudaginn, yndælis sambýlingar mínir höfðu heldur betur tekið til hendinni og sátu við kaffidrykkju þegar ég staulaðist loksins heim, drulluþreytt því nóttina á undan var ég andvaka af stressi við að sofa yfir mig vegna þreytu eftir helgina, svoldið öfugsnúið allt saman en svona er þetta. Ég semsagt lá í miklum höfga upp í sófa, milli svefns og vöku og leið bara ansi vel. Laufey kemur þá til mín og minnir mig á kaffihúsaloforðið, ég ríf mig þá upp og við förum á kaffi Hljómalind. Þar bið ég um einn venjulegan kaffibolla sem ég og fékk ásamt heilum kaffibrúsa, ég veit ekki hvað varð til þess að ég drakk allan brúsan á svona hálftíma, en það gerði ég og byrjaði að svitna og skjálfa, ekki góð tilfinning. Um miðnætti láum ég og Laufey í chill out herberginu, hvor í sínu horni, ég skjálfandi og Laufey flökurt af latte bollanum sínum. Svona engdumst við um til sirka hálf þrjú. Vöknuðum svo drulluþreyttar náttúrulega. Þetta lífræna kaffi er greinilega eitthvað extra sterkt, því ég hef ekki haft kaffilöngun síðan umrætt kvöld, þetta var hálgert blek þarna í þessum brúsa sem ég þambaði, ojbarasta! Kósý stemning þarna samt og allt það...
Allavegana sumarið að koma og löng helgi framundan sem breytir engu fyrir mig, gæti allt eins verið október og mánudagur hjá mér næstu daga...
Þangað til seinna Arna Björg

Monday, April 18, 2005

boomkicker

its happy hour at da boomkicker its happy hour at da boomkicker, leave your frown at home dont come alone, bring your friends to da boom kicker!!!

Bestíublús

Ég mætti Laufey upp í skóla áðan og við vorum hvorugar æstar í að fara heim. Ég hef aldrei séð eins mikið drasl á Óðinsgötunni og ég er ekki alveg að fatta hvað gerðist eiginlega því ekki var partý heima um helgina. Þannig ég er upp í Grafarholti og Laufey er á bókasafninu að gera eitthvað allt annað en að læra... Við verðum samt að díla við þetta og drulla okkur að taka til. Greyið Eva að koma heim í bestíuna, eins og Laufey kallar heimilið núna, ef ég væri Eva mundi ég ganga inn og jafn fljótt út aftur, ég færi jafnvel í fýlu út í mig og Laufey. Annars eru komnar óyggjandi sannanir fyrir því að Kyle er geimvera sem var í mannfræðirannsóknum á jörðinni. Hvað honum og hans kyni gekk til veit ég ekki en það hlýtur að koma í ljós fyrr eða síðar. En mér er ekki til setunnar boðið, þarf að drífa mig á Óðinsgötuna að taka til, kannski verð ég búin fyrir miðnætti og hef þá alla nóttina til að skrifa djöfulsins skýrsluna sem ég lofaði uppí ermina á mér. Ég þarf líka að fara með Laufey á kaffihús og út að hlaupa.
bless í bili Arna Björg
Og Eva ef þú ferð ekki að skrifa eitthvað þá kalla ég þig Slebba að eilífu!

Friday, April 15, 2005

"VÁ HVAÐ ÉG ER KÚL"

verandi bloggari og alltsaman þá rekst maður á aðrar síður sem bloggarar gera og ég tek það fram að þetta blogg sem ég fer aðeins að skjóta á er langt í burtu þannig ekki óttast um að ég er að tala um ykkar blogg. já ég er búin að rekast á ansi ömurleg blogg og það mikið ömurleg að ég fæ pirring um allan líkamann og ég spyr hvort þetta fólk sem er að blogga hvernig getur það ekki áttað sig á því hvað þetta er ömurlegt t.d eins stelpa er að tala um hvað henni líður ömurlega og hún ætlar sko ekkert að borða í dag að því hún á það ekki skilið,það næsta sem ég las var að hún var núna búin að drullast á fætur fékk sér að borða en ældi því síðan, thanx for the info.GLATAÐ!ég meina akkuru er fólk að deila þessu á helvítis internetinu er ekki í lagi dísess kræst hvað ég er fokkings pirrrrruð og svo líka hvað fólk er að playa sig svo ótrúlega kúl að hálfa væri nóg talandi um hitt og þetta og það eina sem ég sé er fullir rasssar af monti!!!! djöfull fer þetta alltsaman í pirrurnar á mér vá. samt ég meina örugglega þessi bloggsíða sem við erum að skrifa í fara líka í pirrurnar á sumum,talandi um plokkfisk og hvaðeina en vá þetta er samt ekkineitt meðað við sem ég er að sjá,ég ætla sko hætta að browsa á netinu og skoða þessi blogg ég fæ hjartáfall af pirringi.
laufey

Tuesday, April 12, 2005

ráðlagður skammtur af plokkfiski

já vá mar.Ég og Arna fórum aðeins í heimsókn til önnu í fylgifiskum og fengum við að vita okkur til mikillar furðu og samviskunagandi að þegar við ætlum okkur dagamun og kaupum okkur þetta vanalega 1 kg af plokkfisk fyrir okkur 2 þá í raun erum við að kaupa fyrir 4 manns damn og ég hélt að við værum svo penar á því, já þannig að þið þarna úti sem ætlið að kaupa plokkfisk þá er ráðlagður skammtur 250 gr á mann. ekki 500 gr einsog við héldum. jahérna hér er maður gráðugur.
laufey

Eilífi ELVIS

Við Laufeu komum okkur þægilega fyrir í chill out herberginu í gær, undir sæng, og horfðum á mynd um Elvis Presley, þetta var svona heimildar/tónleika mynd frá 1970. Mjög skemmtileg og greinilegt að kóngurinn hafði góðan húmor fyrir sér og öðrum. Það voru sýnd brot frá 6 tónleikum og allstaðar sá maður konur í lostatransi, öskrandi og grenjandi á kónginn. Hann söng love me tender og á meðan gekk hann út í sal og smellti kossi á brjálaðar kerlingarnar. Þessir kossar hafa ekki skipt hann neinu máli, en kannski breytt lífi þessara kvenna, það var einsog jesús sjálfur væri á vappi um salinn. Ég veit það allavegana að ef ég væri ungur strákur í kringum 1970 og væri að deita einhverja gellu þá færi ég ekki með hana á Elvis tónleika í Las Vegas... Hann söng líka suspicious minds og bætti inn í "so if an old friend i know, shove it up your nose... " Ég er samt ekki alveg að fatta hvað er málið með hvíta samfestinginn, ég get ekki gert upp við mig hvort hann sé flottur eða ekki og sá ég hann nú í nokkrum útfærslum í gær, með eða án beltis, með eða án kraga o.s.fr En allavegana þá skilur maður af hverju Elvis er kallaður kóngurinn og það þarf ekki að þræta fyrir það, þó að sviðið hafi verið fullt af fólki var þetta eins manns show því maður tók ekki eftir neinum nema Elvis. Sannkallaður senuþjófur helvítið á honum... Einhverjar hugmyndir um Það hver sé Elvis okkar tíma?? Vorum einmitt að ræða það í gær, en komumst ekki að neinni niðurstöðu. Er ekki málið bara að svona stjörnur verða ekki til lengur?? Æi ég veit það ekki, ég er farinn heim að leggja mig, bless í bili
Arna Björg.

Monday, April 11, 2005

Fituskita

Ég sit hérna inn í skólastofunni minni og bíð eftir Lubbunni, eða Laufey eins og hún heitir víst, það er farið að angra hana, Lubbu nafnið, sérstaklega eftir að ég kallaði hana Lubbu fituskitu á laugardagskvöldið. Ég var nefnilega að læra um fituskitu í skólanum um daginn, og fannst það mjög fyndið uppnefni. Þannig ef þið lendið einhverntímann í því að kúkurinn ykkar flýtur í klósettinu og er grár og illa lyktandi þar að auki þá eruð þið eflaust með fituskitu og ættuð að leita ykkur hjálpar. En semsagt alltaf þegar ég segi Lubba við Laufey núna þá ómar í hausnum á henni FITUSKITA, þannig ég ætla að hætta því. Þá verður hún líka að hætta að gera grín af mér út í það óendanlega eins og hún er vön. Nei ég er nú bara að djóka, hún Laufey er hvers manns hugljúfi og leggur það ekki í vana sinn að segja niðrandi hluti um vini sína, annað en sumir... En já hún Petra er floginn til London og ég veit ekki hvenær er von á henni aftur, kannski maður heimsæki hana í sumar hver veit? Væri samt frekar til í að fara til Kanada, í útilegu á ströndinni, það er mjög heit hugmynd á Óðinsgötunni um þessar mundir. Ég bíð annars ennþá eftir svari um sumarvinnu og væri vel þegið að fá það sem fyrst, þá gæti maður sofið vært á næturnar, vitandi það að maður syndi í seðlum í sumar, kannski ekki alveg, en allavegana smá.
Hafið það bara gott annars... Arna Björg.
P.s Ef einhver er með auðvelda útskýringu á því hvernig maður setur linka á svon blogg þá má sá hinn sami skjóta því hingað inn.

Sunday, April 10, 2005

Tímaflökt og tiltektir

Jæja þá er helgin svo gott sem liðin, kvíðahnúturinn í maganum á mér, sem hafði verið að magnast upp sökum leti og skólavanrækslu, leystist í dag þegar ég fékk e-mail frá kennaranum mínum þess efnis að fyrirlesturinn, sem ég hélt að ég ætti að halda á miðvikudaginn, hefur færst yfir á mánudaginn í næstu viku... Gleðifréttir fyrir mig. Annars var helvíti gaman hjá Petru á föstudaginn og til að toppa 18-19 ára fýlinginn tókum við síðasta strætó niðrí bæ, það vantaði bara systkyna skilríki og bjóra í tösku þá hefði þetta verið alvöru tímaflökt. Ég vaknaði reyndar á laugardagsmorgun og fann föt sem ég hef ekki notað lengi hengd upp inn á baði, greinilega eitthvað sem ég hef gert í svefni þar sem ég var steinsofandi í herberginu "mínu" þegar lubban og hanna komu af sirkús kl. 5... Hvað mér gekk til við að taka föt úr skápnum mínum og hengja þau inn á bað verður mér eilíf ráðgáta, og er það ekki sú fyrsta. Laugardagurinn var bara rólegur og kvöldinu eyddum við í sjónvarpsgláp með kaffi og kleinuhringjum. Kíktum ekki einu sinni á barinn sem verður að teljast framför hjá okkur, á þessum tímum.
Bless í bili, Arna Björg

Friday, April 08, 2005

Tralala og til hamingju með afmælið Halldóra!

Jæja þá er föstudagur genginn í garð og ein flaskan til bíður þess að verða drukkinn, hvað er þetta eiginlega, alltaf þegar maður ákveður að vera rólegur eina helgi þá er manni boðið eitthvað, hvernig væri að vera boðinn eitthvað öll hin skiptin þegar maður situr bara á ástæðulausu sumbli á óðinsgötunni og bíður eftir að klukkan slái 12 eins og í ævintýrunum... Petra bíður í partý í kvöld og þar sem hún fer af landi brott á mánudaginn þá getur maður nú ekki sagt nei, plús að það myndast alltaf skemmtilega öðruvísi stemning í Gautavíkinni, svona 18-19 ára summardjammsstemning sem er ekki slæmt nú á síðustu og verstu tímum. Lubban tók andköf þegar ég sagði henni frá ákveðinni frétt sem ég las í Fréttablaðinu í dag og ef ég þekki hana rétt þá verður það ekki aðeins ein lítil rauðvínsflaska sem hún drekkur í kvöld, alltaf spennandi að velta fyrir sér hvernig kvöldið muni enda þegar það er rétt að byrja. Enda er ekkert betra en að heyra "nóttin er ung", ég veit ekki af hverju en það er bara eitthvað við þessa setningu, svona eins og "þetta grær áður en þú giftir þig" og fleiri góðar. En greinilega hef ég ekkert að segja þannig best að fara að finna sér eitthvað glamúr dress, því það er víst dress code hjá Bendernum... Góða helgi
Arna Björg

Thursday, April 07, 2005

comment

jæja gott fólk.núna erum við búnar að laga og núna er hægt að skrifa comment allir sem vilja. já róleg engan æsing það er nóg pláss fyrir alla að skrifa.

abba og lubba sáust á laugaveginum

já mér líst ekkert á þetta tvíeyki "abba og lubba" alltof piparjónkulegt og ellilegt, mér finnst nóg´að ég sé kölluð "Lubba" ekki bæta einni öbbu við æ æ æ æ ég verð að hætta að svara lubbu kallinu,þó stundum getur það verið ansi heimilislegt ég segi það ekki. við fórum til evu köber í gær og fengum þar dýrindis mat og svo kaffi og súkkulaði rúsinur ummmm. já okkur líst sko aldeilis vel á þessa risíbúð sem við flytjum nú í í júni. og þar verða sko týnd jarðaber og mikil sóldýrkun á svölunum.hlakka rosa mikið til.

lubban

Tuesday, April 05, 2005

Abba Lubba og vava

Ég var í strætó áðan og mundi þá eftir uppskafningsspjátrunga samræðum sem ég átti við Hönnu á laugardaginn, í miðjum samræðum varð til þessi monologur frá öðrum spjátrungnum:
"Ekkert þykir mér jafn ömurlegt og að ganga inn á knæpu og verða þar vitni að aumum pöpulinum þar sem hann hefur rottað sig saman í skúmaskotum reynandi að drekka einhvern lit í annars stækjandi grámygluna sem umlykur líf þeirra allt og áru, jafnvel þó sól skíni í heiði. Aumkunarverð ásjóna hans er sem þyrnir í augum og daunill angan drepur alla gleði..." Og áfram var haldið. Ég veit ekki kannski var bara svo rosa leiðinlegt í strætó að mér fannst tilhugsunin um þennan spjátrung það fyndin að ég skellti uppúr. Annars er allt fínt að frétta af óðinsgötunni, lyktin af Tim er loksins að fjara út, þökk sé kannski göruga heilsudrykknum hennar Evu, sem hún þambar nú í gríð og erg til að halda burtu flesnunni. Hérna er uppskriftin: Heitt vatn í bolla, aldinkjöt hálfrar sítrónu, einn hvítlauksgeiri skorinn í bita, engifer rót skorinn í bita og dash af tabasco sósu... mmm nammi! Held að það sé stíflaða nefið sem blekkir bragðlaukana hennar Evu, ég er ekki viss að drykkurinn bragðist jafnvel þegar hún er fullfrísk, og þó maður veit ekki? Þegar ég var inni í herbergi um daginn þá kallaði Eva á mig, mér heyrðist hún segja Abba og leist nú ekki á blikuna og kom út hissa, og með því kom ég hugmyndinni að Abba kallinu til Evu, en þeir sem þekkja hana vita að hún er mikið fyrir að gefa fólki gælunöfn... Svo í gærdag kallaði hún mig Abba yfir síðdegiskaffinu. Abba og Lubba what a pair segi ég nú bara. Piparjónkurnar tvær sem hafa búið saman í 101 í 50 ár... ganga hönd í hönd niður Laugaveginn og rifja upp gamla tíma, borða svo plokkfisk eða kartöflustöppu í öll mál og hlusta á willie nelson... já já hvað veit maður. Jæja best að fara að hætta þessu, bless í bili
Arna Björg eða Abba eða whatever...

"

Monday, April 04, 2005

Lifi herramennskan!

Já ég er sammála Lubbunni horgemlingarnir uppá Íslandi vita ekkert hvað þeir hafa fyrr en þeir missa dömurnar í hendur almennilegra sjentilmanna og í forheimsku sinni fara þeir að hata útlendingana og henda í þá drullu og tómötum, einsog þeir séu að gera eitthvað rangt annað en koma rétt fram við dömurnar sem hafa fyrir því að punta sig. Horgemlingarnir ættu að líta í eigin barm og taka sér útlendingana til fyrirmyndar, þá hefði ekki verið neitt ÁSTAND hérna, íslensku dömurnar hefðu ekki litið við Ameríkönunum, og hefðu hlegið af herramannslegum tilburðum þeirra. Gleymum því ekki að Bretarnir voru hérna líka , en ekki fylgdi þeim neitt ástand þá því eins og amma segir þá voru þeir sveitalegir með svitafýlu, svipað og horgemlingarnir. En eins og Lubban segir þá á þetta ekki við um alla og útlendingarnir geta alveg verið slæmir líka... En hvenær opna íslenskir strákar hurð fyrir stelpu, eða reiða hjólið hennar, bjóðast til að halda á innkaupapokum og fleira í þeim dúr, aldrei hef ég lent í því, og þegar útlendingagreyin sem hafa fengið að gista hjá okkur á Óðinsgötunni bjóðast til að gera þessa hluti fyrir mann þá veit maður ekki hvernig á að bregðast við og fer að hlæja eins og asni og gerir grín af þeim... Æji ég veit ekki kannski er maður jafn firrtur og þessir strákræflar sem halda að þeir séu þvílíkir cavalierar ef þeir bjóða manni uppá bjór... vá!!
Anyways djammpása og prófalestur í uppsiglingu og svo enn eitt sumarið handan hornsins og merkilegt nokk hef ég ansi góða tilfinningu fyrir því, ég trúi að ég og Lubba eigum góða tíma í vænum í risinu á Smáragötunni...
Þangað til seinna, Arna Björg

Sunday, April 03, 2005

dansað og drukkið með hollywúúd stjörnum

Um helgina var mikið um glens og gaman. Á föstudaginn þá var smá nostalgíu partí hjá okkur og var drukkið stóra flösku af blush og dansað við moloko ,britney spears og destiny's child. svo var leiðin haldið á sirkús þar sá ég sko gull og græna skóga þegar ég spottaði ron perlman og umboðsmanninn hans og beið þess að vera uppgötvuð eða þá allaveganna hösstla þennan umboðsmann sem er fertugur og lítill dvergur en so what hann getur flogið með mig til L A á no time.Meðan ég var að tala við hann þá var ég að ímynda mér mig hoppandi upp í einhverja einkaþotu með kampavín við hönd og faðma pálma trén í beverly hills en svo lenti ég á jörðinni og var stödd í reykmökk á skítugum artifartí ullarhúfu bar þar sem maður ráfar um í einhverju móki leitandi að einhverjum sem segir ekki "ég er hommi"!! um leið og maður lítur í áttina til hans. já ég lét það nú vera að þiggja bjór frá þessum indælis litla manni og sagði þar með bless við LA förina mína. svo er restina af kvöldinu einsog önnur kvöld. jæja á Laugardagskvöldið þá fórum ég og arna og petra á sirkus og þar var bara hollywood liðið aftur mætt nema með hobbita úr lord of the rings og indjána og leikstjóra í för með sér. ég var í röðinni á klósettið og var hobbitin á eftir mér, ég grúppia grúppíanna(óvirk)varð nottulega að tala við hann og þóttist nottulega ekkert vita hver hann var og spurði hvaðan hann væri og svoleiðis og náði uppúr honum að það er einhver mynd í vændum sem er gerð í reykjavík og á mývatni. j"im an actor you know films" og gerði bendingar og táknmál með höndunum einsog ég væri einhver heimskingi og ég bara "oh really?" yeah i loooove this place og benti á gólfið á sirkus og ég hugsaði bara "your so totally gay". já mar þetta er indælis fólk miklu almennilegra heldur en inbreeedes -in hérna ,nei segi bara svona. vonandi bara segir hobbitin öllum hollywood stjörnum vini sínum jake gillinhal og jude law frá sirkús ó já má það! nei örugglega ekki ætli íþað verði ekki fát á íslensku karlpeningnum,er þaggi alltaf svoleiðis þegar ítölsku sjóliðarnir komu varð allt vitlaust því þeir voru svo almennilegir að bjóða dömunum út eða uppá drykk og þegar ástandið var þá varð sko ullarpeysubóndarnir ekki ánægðir og er þetta tímabíl kallað voða dramatískt "ástandið" wooooooooo. strákarnir hérna eru einsog ormar á gulli,nottulega eru einhver brons og ónýtur gjaldmiðill inn á milli en samt rétt ekki satt? (fyrirgefiði alhæfinguna nottulega ekki alllir en flestir samt).